Hugvísindaþing verður haldið 17. og 18. september 2021.

Ritið er tímarit Hugvísindastofnunar og kemur út þrisvar á ári.

Um Hugvísindastofnun

Hugvísindastofnun er miðstöð rannsókna á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Hlutverk hennar er að fylgja eftir stefnu sviðsins um rannsóknir og doktorsnám. Aðrar rannsóknastofnanir og stofur á sviðinu starfa innan vébanda Hugvísindastofnunar. Allt akademískt starfsfólk sviðsins á aðild að stofnuninni ásamt sérfræðingum og nýdoktorum og hún veitir doktorsnemum aðstöðu og stuðning.

Hugvísindastofnun gefur út Ritið og heldur Hugvísindaþing aðra helgi í mars á hverju ári með fjölda málstofa og yfir 100 fyrirlestrum fyrir fræðimenn og almenning. Starfsfólk stofnunarinnar veitir aðstoð við að sækja um styrki og heldur m.a. úti styrkjadagatali, með upplýsingum um styrkjatækifæri framundan, og stofnunin rekur eigin rannsóknasjóð til að styðja við rannsóknastarf á sviðinu. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is