Að dæma um mál og fordæma

Að dæma um mál og fordæma

Íslenskt samfélag býr að rótgrónum viðhorfum til máls og málnotkunar sem ráða því að
miklu leyti hvað við teljum rétt og rangt, gott og vont í þeim efnum. Erfitt getur verið að
festa hendur á hvaðan þessi viðhorf eru runnin og á hverju þau byggjast. Á málstofunni
verður fjallað um það frá ólíkum sjónarhornum út frá hvaða forsendum dæmt er um mál
og málfar, hvernig litið er á málfræðireglur og hvernig dómar og fordómar endurspeglast
með ýmsu móti í því orðavali og tungutaki sem þá er viðhaft.

Ari Páll Kristinsson: Einga afslætti. Um forsendur fyrir mati á málnotkun
Ásta Svavarsdóttir: Spádómur Rasks og ímynd íslenskunnar
Kristín Bjarnadóttir: Að bestu manna yfirsýn: Hvernig er ákveðið hvað er rétt mál
og hvað er rangt?
Hádegishlé
Guðrún Þórhallsdóttir: Hefðbundið, rökrétt og réttlátt
Kristján Árnason: Alþýðumálvísindi og alvörumálvísindi
Jón Hilmar Jónsson: Alls konar orðskrípi – Hvað er fordæmt og með hvaða
orðum?

Fundarstjóri: Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is