Að dæma um mál og fordæma
Íslenskt samfélag býr að rótgrónum viðhorfum til máls og málnotkunar sem ráða því að
miklu leyti hvað við teljum rétt og rangt, gott og vont í þeim efnum. Erfitt getur verið að
festa hendur á hvaðan þessi viðhorf eru runnin og á hverju þau byggjast. Á málstofunni
verður fjallað um það frá ólíkum sjónarhornum út frá hvaða forsendum dæmt er um mál
og málfar, hvernig litið er á málfræðireglur og hvernig dómar og fordómar endurspeglast
með ýmsu móti í því orðavali og tungutaki sem þá er viðhaft.
Ari Páll Kristinsson: Einga afslætti. Um forsendur fyrir mati á málnotkun
Ásta Svavarsdóttir: Spádómur Rasks og ímynd íslenskunnar
Kristín Bjarnadóttir: Að bestu manna yfirsýn: Hvernig er ákveðið hvað er rétt mál
og hvað er rangt?
Hádegishlé
Guðrún Þórhallsdóttir: Hefðbundið, rökrétt og réttlátt
Kristján Árnason: Alþýðumálvísindi og alvörumálvísindi
Jón Hilmar Jónsson: Alls konar orðskrípi – Hvað er fordæmt og með hvaða
orðum?
Fundarstjóri: Jón Hilmar Jónsson, rannsóknarprófessor