Að varpa ljósi á framandi heima: Forsendur og hlutverk þýðinga

Laugardagurinn 14. mars kl. 10.30-16.30, með hádegis- og kaffihléi.

Í fyrri hluta málstofunnar – sem fer fram á ensku – verður sérstökum sjónum beint að því hvernig þýðingar mótuðu hugmyndir um heimsbókmenntir og fjallað um bókmenntaþýðingar af íslensku á ensku. Í síðari hluta málstofunnar – sem fer fram á íslensku – verður sjónum hins vegar beint að fjölbreyttari tegundum texta. Spurt verður hvaða og hvernig úrlausnarefni þýðendur glíma við eftir því frá hvaða málheimi upprunatexti er runninn og á hvaða tungumál er þýtt. Einnig hvort önnur atriði en fjarlægð í tíma eða rúmi ráði úrslitum um erfiði eða auðveldleika þýðinga.

Fyrirlesarar og titlar erinda:
  • Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði: Upplýst uppgötvun heimsbókmenntanna / The Enlightenment Discovery of World Literature
  • Martin Regal, dósent í ensku: Inside Out: The Pros and Cons of Parallel Text Translation
  • Júlían Meldon D'Arcy, prófessor í ensku: “Maggy Net” and “North Paul”: The Trials and Tribulations of Translating Þórbergur Þórðarson into English

Hádegishlé

  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku: Maður og náttúra í ljóðrænum ritgerðum Alberts Camus
  • Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku: Geographia Historia Orientalis eftir Hans Hansen Skonning
  • Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku: Sögur Belkíns eftir Alexander Púshkín

Kaffihlé

  • Gro-Tove Sansmark, dósent í norsku: Hvað geta Björn Hitdælakappi og Hænsna-Þórir sagt og gert á nútímanorsku? Vangaveltur um orðaforða og málsnið í endurþýðingu tveggja Íslendingasagna
  • Þórir Jónsson Hraundal, fræðimaður hjá Sagnfræðistofnun og stundakennari í arabísku: Að þýða arabískan miðaldatexta: Ibn Fadlan og víkingarnir hans

Málstofustjóri: Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor

Útdrættir:

Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði: Upplýst uppgötvun heimsbókmenntanna / The Enlightenment Discovery of World Literature

Heimsbókmenntir og hugtakið tengt þeim hafa verið mikið rædd í bókmennta- og þýðingafræði samtímans og er ætlunin í þessum fyrirlestri að fara yfir uppruna þess og tengsl við sagnfræði átjándu aldar þegar hin svokallaða „alheimssaga“ ruddi sér til rúms og fól í sér að vissu leyti andlegt landnám (og hugsanlega hertöku) Vesturlanda á hnettinum öllum.

World literature as a concept has been discussed widely in current literary and translation studies and the aim of this lecture is to cover its origins and more specifically its relation to the historical writing of the eighteenth century when the so called universal history became fashionable and was, in a sense, a spiritual settlement (and possibly conquest) of the West of the globe.

Martin Regal, dósent í ensku: Inside Out: The Pros and Cons of Parallel Text Translation

Although the practice of parallel text translation goes back at least as far as the Rosetta Stone (196 BC), theoretical considerations are very recent. Warren Weaver had suggested as early as 1947 that digital computers might be used for translation but as one of the pioneers in the field of parallel corpora, Jean Véronis, reminds us, “[i]t was not until the 1980s that parallel texts were put to systematic use in automatic language processing” (2). Among the diverse applications of such processing are compiling translation memories, dictionaries and terminology lists, computer-assisted teaching and contrastive linguistics, but what use does the parallel text translation have in a literary context? This paper investigates the advantages and disadvantages of supplying the reader with both source and target texts, focusing on a variety of works, including recent translations of poetry by Gerður Kristný Kristjánsdóttir and Sigurður Pálsson and English/English parallel text translations of Shakespeare.

Júlían Meldon D'Arcy, prófessor í ensku: “Maggy Net” and “North Paul”: The Trials and Tribulations of Translating Þórbergur Þórðarson into English

Having worked on translations of various kinds of texts by Þórbergur Þórðarson, I have naturally met with many problems, some of which are unique to this author. First and foremost are difficulties relating to special vocabulary used only in Suðursveit and south-eastern Iceland, including geographical locations and descriptions peculiar to this region. There are further problems with Þórbergur’s use of wordplay and neologisms (especially when writing as a “baby”!), along with his preference for very ancient terms of measurement for time and distance (octants, ells, fathoms), which do not match more familiar, modern, European ones. Finally, Þórbergur’s descriptions of mental and transcendental states are very trying, both for the translator’s understanding and patience, as well as for English vocabulary! I have also experimented with what I like to call “transpolation,” i.e. interpolating into the English translation explanatory words or phrases of time, place, or cultural relevance, implicit in Icelandic, but not in the verbatim English version.

Ásdís Rósa Magnúsdóttir, prófessor í frönsku: Maður og náttúra í ljóðrænum ritgerðum Alberts Camus

Í fyrirlestrinum verður fjallað um nýlega þýðingu á þremur ritgerðasöfnum franska rithöfundarins Alberts Camus: Réttunni og röngunni, Brúðkaupi og Sumri. Ritgerðirnir eru flestar byggðar á sjálfsævisögulegum brotum, ferðasögum og hugleiðingum höfundar. Eins og víðar í verkum Camus er náttúran nálæg og sterk. Hér verður sjónum einkum beint að Brúðkaupi og fjallað um samband manns og náttúru sem þar er lýst og spurningar sem vöknuðu við þýðingu ritgerðanna í því safni.

Erla Erlendsdóttir, dósent í spænsku: Geographia Historia Orientalis eftir Hans Hansen Skonning

Hans Hansen Skonnig (1579-1651) var prentari í Árósum frá 1630 til dauðadags, 1651. Á þessum tíma prentaði hann og gaf út 85 bækur, bæði frumsamin verk og þýðingar. Meðal verka/þýðinga hans er Geographia Historia Orientalis sem kom út árið 1641. Bókin er 790 blaðsíður og 63 kaflar. Þar segir frá framandi löndum og menningarheimum.

Íslensk þýðing á bók Hans Hansen Skonnings og köflum úr henni er til í handritum í Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn og Landsbókasafni Íslands.

Í erindinu er ætlunin að rýna í valda kafla í þýðingu Skonnings og íslensku þýðendanna og fjalla um orð yfir áður óþekkta hluti, framandi menningu og fyrirbæri úr jurta- og dýraríkinu með það fyrir augum að skoða hvernig þýðendum hefur tekist til við að snúa þeim á markmálið.

Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku: Sögur Belkíns eftir Alexander Púshkín

Það fyrsta sem bar fyrir augu Íslendinga í íslenskri þýðingu af skáldskap Rússa var smásaga Púshkíns, „Hólmgangan“. Hún birtist í Ísafold árið 1878. Sjö árum síðar, 1887, birtist saga hans „Draugaveizlan“ í Iðunni. Báðar eru sögurnar úr safninu Sögur Belkíns. Á næstu áratugum birtust nokkrar þýðingar á verkum Púshkíns í óbundnu máli, ávallt í gegnum millimál. Í heimlandi sínu er Púshkíns fyrst og fremst minnst sem ljóðskálds, en það er ekki fyrr en komið er nokkuð fram á tuttugustu öld að íslenskir þýðendur fara að spreyta sig á ljóðum hans og þýða þá gjarnan úr rússnesku. Á síðustu áratugum hefur lítið verið þýtt af verkum Púshkíns á íslensku og engin verk, að því er virðist, í óbundnu máli síðan á fimmta áratug síðust aldar, fyrr en nú að tvær fyrstu sögurnar sem birtust eftir hann á íslensku koma nú út í nýjum þýðingum undir heitunum „Skotið“ og „Líkkistusmiðurinn“. Í erindinu verður fjallað um þýðingasögu Púshkíns hér á landi og sjónum einkum beint að þeim sögum sem þýddar hafa verið úr safninu Sögur Belkíns.

Gro-Tove Sansmark, dósent í norsku: Hvað geta Björn Hitdælakappi og Hænsna-Þórir sagt og gert á nútímanorsku? Vangaveltur um orðaforða og málsnið í endurþýðingu tveggja Íslendingasagna

Í Noregi er löng hefð fyrir að þýða Íslendingasögur, bæði á bókmál og nýnorsku. Sögurnar hafa haft mikið menningarlegt, sögulegt og þjóðernisbyggjandi gildi, og hafa enn, enda komu þær allar út í endurþýðingu í fyrra, u.þ.b. helmingur á nýnorsku og helmingur á bókmáli (og líka á sænsku og dönsku í Svíþjóð og Danmörku). Í þýðingum frá lokum 19. aldar og byrjun þeirra 20. myndaðist sú venja að nota norræn eða forn orð um ýmis fyrirbæri á sögutímanum, eins og „hird“, „jarl“ og „veitsle“ fyrir „hirð“, „jarl“ og „veisla“ (veisla konungs). Einkum í nýnorskum þýðingum var leitast við að halda markmálinu eins nálægt frummálinu og hægt væri, en einnig í bókmáli var lögð áhersla á fornan málbrag, svokallaðan „sagastil“. Í þýðingunum 2014 var eitt markmiða að „laga“ úrelt og óskiljanlegt orðafar án þess að binda málið allt of mikið við okkar áratug. Í þessu erindi ætla ég að ræða nokkur vandamál og valkosti í þýðingum mínum á Bjarnar sögu Hítdælakappa, Hæsna-Þóris sögu og „Svaða þætti og Arnórs kerlingarnefs“ í ljósi þessarar hefðar og umræðu.

Þórir Jónsson Hraundal, fræðimaður hjá Sagnfræðistofnun og stundakennari í arabísku: Að þýða arabískan miðaldatexta: Ibn Fadlan og víkingarnir hans

Ýmis vandkvæði fylgja þýðingum á arabískum miðaldatextum. Sum þeirra eru sameiginleg flestum miðaldatextum hvaðan sem þeir koma, önnur eru sértæk. Í ferðasögu Ibn Fadlans frá fyrri hluta tíundu aldar er að finna merkilega og magnaða frásögn af Víkingum sem þá voru umsvifamiklir í Austur-Evrópu. Hér skarast margir menningarheimar og yfir og allt um kring er persóna Ibn Fadlans sjálfs. Við þýðingu á textanum er leiðin að réttri merkingu eða jafnvel einhverri merkingu oft á tíðum vandrötuð, og þá getur reynst nauðsynlegt að varpa ljósi á ekki bara einn framandi menningarheim heldur tvo, þrjá eða jafnvel fleiri.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is