Ágústa Edwald: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 14. árangur - 2014

Ágústa Edwald: Víðivellir við Íslendingafljót. Fornleifafræði vesturferða

Þessi grein fjallar um fornleifarannsóknir á bænum Víðivöllum í Nýja Íslandi í Kanada. Jörðin var byggð af íslenskum landnemum í lok 19. aldar og hélst í eigu sömu fjölskyldu fram yfir síðustu aldamót. Í greininni er vitinisburður fornleifa fléttaður saman við ritaðar heimildir til að gefa mynd af hversdagslífi ábúendanna á Víðivöllum. Sérstaklega er fjallað um efnismenningu þeirra, húsbyggingar, landbúnað og neysluhætti. Nauðsynlegt er að segja persónulegar sögur af hversdagslífi fólks samhliða stórsögu þróunar og atburða til að auka þekkingu okkar á reynsluheimi vesturfaranna, byggðasögunni og þeim menningarbreytingum sem fólksflutningarnir ollu.

Lykilorð: fornleifafræði, fólksflutningar, efnismenning, vesturferðir, Nýja-Ísland

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is