Ármann Jakobsson: Skarphéðinn talar: Tilvistarlegt tvísæi í miðaldasögum

Ritið 1. hefti, 15. árgangur - 2015

Ármann Jakobsson: Skarphéðinn talar: Tilvistarlegt tvísæi í miðaldasögum

Í íslenskum miðaldatextum má víða greina vitund um mikilvægi tvísæis og hefur það þó verið lítt rannsakað. Í þessari rannsókn er fengist við orðræðu Skarphéðins Njálssonar og einkum tvísæi í máli hans og sett fram sú tilgáta að tvísæi í málnotkun persónunnar endurspegli tilvistarlegt tvísæi sem lið í lýsingu persónunnar og þá um leið boðskap sögunnar.

Lykilorð: Íronía, orðræða í fornsögum, persónusköpun, tilvistartvísæi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is