Athugasemdir andmælenda

Telji andmælendur að gera þurfi breytingar á ritgerðinni til að hún teljist tæk til varnar fær doktorsefni tækifæri til að bregðast við gagnrýni, laga ritgerðina og senda doktorsnámsnefnd nýja gerð, sem kemur henni í hendur andmælenda. Með nýrri gerð skal fylgja greinargerð um hverju hafi verið breytt til að mæta athugasemdum andmælenda. Skal það að jafnaði gert innan sex vikna frá svari andmælenda. Það er forsenda þess að doktorsvörn sé haldin að andmælendur hafi staðfest við doktorsnámsnefnd að viðbrögð við aðfinnslum séu fullnægjandi að þeirra mati. Gert er ráð fyrir að andmælendur staðfesti þetta innan tveggja vikna frá því þeir fá endurskoðaða ritgerð í hendur.

Uni doktorsefni ekki niðurstöðu andmælenda getur hann skotið máli sínu til deildar, sbr. nánar 50. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

Sjá nánar í 12. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is