Birtubrigði í bókmenntum og kvikmyndum

Laugardagurinn 14. mars kl. 10.00-12.00.

Samspil birtu og skugga lagði grunn að ljósmyndinni og síðar kvikmyndinni. Í heimi nútímans virðist ljósið – sem við nefnum upplýsinguna eftir – ryðja sér æ meir til rúms sem miðill og farvegur upplýsinga, tæknilegra framfara og vísindalegra uppgötvana. Sumar kvikmyndir minna okkur hins vegar á að þær birta (sýna) einnig myrkur, og jafnframt má ljóst vera að bókmenntaverk hafa um aldir tjáð mikilvægi áðurnefnds sampils. Í þessari málstofu verður fjallað um það hvernig bókmenntaverk og kvikmyndir miðla ljósum og dimmum lífsmyndum, en bregða einnig upp aðstæðum túlkunar – bjartir staðir jafnt sem myrkir kalla á leitandi hug viðtakandans.

Fyrirlesarar og titlar erinda:
  • Michele Broccia, sendikennari í ítölsku: The Darkness, the Light: the Poetry of Philip Larkin
  • Heiða Jóhannsdóttir, aðjunkt í kvikmyndafræði: Spáð í spilin: Um ljós, skugga og spádóma í kvikmyndum
  • Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum og forseti Hugvísindasviðs: Á kafi í snjó. Um lesbirtu í Höllinni eftir Franz Kafka
  • Gísli Magnússon, lektor í dönsku: Tvíhyggja ljóss og myrkurs í Stundenbuch eftir Rainer Maria Rilke

Málstofustjóri: Væntanlegur 

Útdrættir:

Michele Broccia, sendikennari í ítölsku: The Darkness, the Light: the Poetry of Philip Larkin

Philip Larkin’s poetry has been considered, up to the 80s, representative of pessimism, provincialism. After 1988 with the publication of Collected Poems, readers and critics have had at their disposal some unpublished poems, among which those contained in the collection In the Grip of Light. In our work we have analyzed all the references to the darkness and to the light in all Larkin’s poetry, to find out interesting patterns of how the poet uses them. If the obscurity images are used to express melancholy or the inexpressible and thus Larkin’s pessimism is confirmed, what surprises is the light used to express a desire to transcend daily life or poems which show a poet almost worshipping the light seen as a symbol of spiritual rebirth. This perspective gives a new picture of Larkin, far from that of the provincial, daily routine poet, which was determined by most of his works.

Heiða Jóhannsdóttir, aðjunkt í kvikmyndafræði: Spáð í spilin: Um ljós, skugga og spádóma í kvikmyndum

Hugmyndin um kvikmyndagerðarmanninn sem höfund hefur að nokkru leyti verið mótuð út frá greiningu á verkum kvikmyndaleikstjórans Alfreds Hitchcock. Lítið hefur þó hlutfallslega verið fjallað um kvikmyndir leikstjórans frá þögla tímabilinu í Bretlandi í fræðilegri greiningu. Í erindinu verður sjónum beint að þöglu kvikmyndinni The Ring (Alfred Hitchcock, 1927) og bent á það hvernig sjálfsvísandi vangaveltur um kvikmyndamiðilinn og höfundarrödd eru m.a. framsettar í gegnum táknmynd spákonunnar. Sýnd verða brot úr The Ring og bent á önnur dæmi um kvikmyndir sem vinna með hugmyndir um kvikmyndamiðilinn í gegnum spádómsmyndmál.

Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum og forseti Hugvísindasviðs: Á kafi í snjó. Um lesbirtu í Höllinni eftir Franz Kafka

Skáldsagan Höllin eftir Franz Kafka er eitt af snjóverkum heimsbókmenntanna. Það er sem snjórinn endurmyndi útlínur veruleikans en hann afbakar þær líka; hann endurspeglar birtu en felur djúp sín – ef einhver eru. Rýnt verður í birtuna og myrkrið í hinum hvíta heimi Hallarinnar og birtubrigðin tengd við staðsetningu verksins í tíma og rúmi og við túlkunaraðstæður lesanda sem reynir að slá máli á þennan heim.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is