Bókaútgáfa

Hugvísindastofnun og aðildarstofnanir hennar gefa út bækur, ritraðir og tímarit. Einnig er mikil samvinna við Háskólaútgáfuna. Þá veitir Hugvísindastofnun starfsmönnum og stofnunum sviðsins ýmsa þjónustu á sviði útgáfu, aðstoðar við fjármál, sér um samskipti við forlag og aðstoðar við að finna fagfólk eins og hönnuði, umbrotsfólk og prófarkalesara sé þess óskað. Stofnunin gefur út doktorsritgerðir sem skrifaðar eru við sviðið, ef doktorsefni óska þess.

Hugvísindastofnun hefur á undanförnum árum gefið út eftirtalin rit undir eigin merki:

Þá var Ársrit Sögufélags Ísfirðinga nr. 43 unnið í samvinnu við Hugvísindastofnun, en efni þess rannsóknarverkefni á Hugvísindasviði. Einnig er vert að nefna að erindi frá fyrsta Hugvísindaþingi, árið 1996, komu út hjá Háskólaútgáfunni í bókinni Milli himins og jarðar.

Bókmennta- og listfræðastofnun gefur út sjö ritraðir: Afmælisrit , Fræðirit, Höfundar, Íslensk rit, Íslensk trúarrit, Studia Islandica og Þýðingar. Auk þeirra gefur stofnunin út valdar bækur um bókmenntafræði og bókmenntasögu. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Nánar á heimasíðu Bókmennta- og listfræðastofnunar.

Guðfræðistofnun gefur út Ritröð Guðfræðistofnunar, Studia Theologia Islandica, í samstarfi við Skálholtsútgáfuna. Sjá nánar á heimasíðu Skálholtsútgáfunnar

Sagnfræðistofnun gefur út þrjár ritraðir: Sagnfræðirannsóknir - STUDIA HISTORICA, Ritsafn Sagnfræðistofnunar og Heimildasafn Sagnfræðistofnunar. Nánar á heimasíðu Sagnfræðistofnunar.

Málvísindastofnun  gefur út fræðirit, kennslubækur og handbækur um samtímalega og sögulega málfræði. Nánari á heimasíðu Málvísindastofnunar.

Heimspekistofnun gefur út greinasöfn, bækur og kennsluefni um heimspeki og hefur lagt ríka áherslu á þýðingu sígildra heimspekirita á íslensku. Nánar á heimasíðu Heimspekistofnunar.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefur út tímaritið Milli mála og ritraðir með tvímálabókum, ráðstefnuritum og völdum fræðiritum á fræðasviðinu.
 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is