Föstudagur 5. mars kl. 15-17
Stofa 229
Málstofan fjallar um þrjá þætti hefðbundins ljóðforms, bragarhætti, rím og
ljóðstafasetningu. Í fyrsta erindinu er litið á þróun dróttkvæðs háttar fyrir 1400, í því
næsta er fengist við tengsl rímorða við málsögulega þróun, í þriðja erindinu er rætt um
breytingar á jafngildisflokkum og grunnþætti stuðlunar og lokaerindið fjallar um tákngildi
stuðla í ljóðlistinni.
• Þorgeir Sigurðsson: Aldur dróttkvæða metinn út frá bragfræðilegum einkennum
• Haukur Þorgeirsson: Guð og son í rími
• Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Jafngildisflokkar í íslenskum kveðskap
• Kristján Árnason: Gildi stuðlasetningar í íslenskri ljóðagerð
Fundarstjóri: Ragnar Ingi Aðalsteinsson, doktorsnemi