Dagný Kristjánsdóttir: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 14. árangur - 2014

Dagný Kristjánsdóttir: „Við hérna í vestrinu“. Um bernsku og barnaefni í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi

Í greininni er fjallað um barnaefni og viðhorf til bernskunnar í íslenskum barnablöðum í Vesturheimi frá 1898 til 1940. Eins og aðrir innflytjendur voru íslensku vesturfararnir klofnir milli gamla og nýja landsins. Slíkri togstreitu hefur verið líkt á myndhverfðan hátt við stöðu ættleiddra barna og oft tala vesturfararnir um Kanada sem fóstru sína. Þessari myndhverfingu er haldið í umræðu um menningarlega orðræðu vestanhafs eins og hún birtist í barnablöðunum sem var ætlað það hlutverk að styrkja íslenskt þjóðerni barna í Vesturheimi með því að standa vörð um og boða gildi íslenskrar tungu og mikilvægi menningarlegra róta í gamla landinu. Í greininni er gefin yfirsýn yfir þessa baráttu, hvernig hún þróaðist og leið undir lok.

Lykilorð: barnablöð, barnamenning, Vestur-Íslendingar, sjálfmynd, tungumál, þjóðerni

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is