Díana Ósk Óskarsdóttir

Tölvupóstfang: doo2@hi.is

 

Doktorsnám: Guðfræði

 

Leiðbeinandi: Pétur Pétursson

 

Heiti doktorsverkefnis: Leiddu mína litlu hendi

 

 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Doktorsverkefnið mitt tengist rannsóknarverkefni leiðbeinanda míns; „Kirkjan og hrunið. Trúin í hinu opinbera rými.“ Í þeim hluta verkefnisins míns er Þjóðkirkja Íslands skoðuð sem brotið tákn og er litið til atvika og mála sem hafa snert kirkjuna og haft áhrif á viðhorf og traust fólksins í landinu gagnvart kirkjunni. Rýnt er í það hvernig þessir atburðir hafa endurspeglast í prestum, sjálfsmynd þeirra og verkum.

 

Ég mun skoða prestinn sem sinnir sálgæslu og andlegri leiðsögn og ýmist þiggur handleiðslu eða ekki. Aðaláherslan mun liggja í því að fá innsæi í upplifun og reynslu prestanna á þeirri handleiðslu sem þeir fá, undirbúningi þeirra og stuðningi kirkjunnar þeim til handa.

 

Ég mun líta til presta innan íslensku Þjóðkirkjunnar, Rómversk kaþólsku kirkjunnar og Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi til að leita eftir samanburði á upplifun prestanna af því hvernig kirkjudeildirnar standa að þjálfun, undirbúningi, stuðningi og handleiðslu presta.

 

Einnig mun ég bera saman upplifun kvenkynspresta og karlkynspresta innan íslensku Þjóðkirkjunnar. Litið verður til þess hvernig prestar sjá sig sem persónu og sem prest og hvernig þau ná að viðhalda þeirri sjálfsmynd. Við þessa skoðun verður litið til trúarlegrar kjölfestu, stuðnings í starfi og handleiðslu.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is