Doktorsnám í Íslensku- og menningardeild

Doktorsnám við Íslensku- og menningardeild er fjögurra ára nám, samtals 240 einingar. Skiptist það í 60 eininga almennan hluta og 180 eininga doktorsritgerð.

Almenni hlutinn er einkum ætlaður til undirbúnings áður en meginvinnan við doktorsritgerðina hefst en uppbygging hans er samkvæmt samkomulagi við leiðbeinanda.

Doktorsnemi getur til að mynda sótt formleg námskeið við Háskóla Íslands, erlendan háskóla eða alþjóðleg námskeið að hámarki 40 ECTS, tekið leslistapróf að hámarki 20 ECTS, haldið fyrirlestra á fræðilegum ráðstefnum að hámarki 16 ECTS, skrifað fræðilegar greinar í ritrýnd tímarit eða bækur að hámarki 20 ECTS, eða sinnt háskólakennslu að hámarki 20 ECTS.

Krafist er að minnsta kosti 10 eininga í formlegum námskeiðum eða leslistaprófum, 6 eininga í fyrirlestrum og fræðilegum greinum og 4 eininga í háskólakennslu. Doktorsnámsnefnd getur þó heimilað frávik frá þessum viðmiðum ef doktorsnefnd telur rök fyrir því.

  • Sjá viðmið um mat eininga hér.

Doktorsnefnd metur hvenær doktorsnemi hefur lokið hinum almenna hluta doktorsnámsins og leggur mat sitt fyrir doktorsnámsnefnd til samþykktar.

Sjá nánar í 24. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is