Emma Björg Eyjólfsdóttir

Tölvupóstfang: ebe12@hi.is

 

Doktorsnám: Heimspeki

 

Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason

 

Heiti doktorsverkefnis: Vald, lýðræði og frelsi á Íslandi á árunum 1990-2008. Gagnrýni í anda lýðveldishyggju.

 

Um doktorsverkefnið:

 

Í verkefninu skyggnist ég ofan í þær hugmyndir um frelsi og vald sem hafa verið uppi í íslenskri stjórnmálaumræðu á síðari hluta 20. aldar og fyrstu árum þeirrar 21. Ég beiti frelsisgreiningu Philips Pettit til að skoða hvers konar skilningur á frelsishugtakinu hefur verið undirliggjandi íslenskri umræðu. Mín kenning er sú að almennt sé litið svo á að þegar talað er um frelsi sé átt við neikvætt frelsi, eða frelsi undan afskiptum. Almennt er ekki gerð tilraun til að greina hugtakið neitt nánar og því verða hugmyndir okkar um frelsi gjarna nokkuð ófullkomnar. Einnig tel ég að áhersla á mikilvægi neikvæðs frelsis geti orðið til þess að valdasambönd þar sem ekki kemur til beinna afskipta verði útundan í stjórnmálaumræðunni vegna þess að slík sambönd eru ekki talin skerða frelsi neins. Ég tel að annars konar greining á frelsishugtakinu geti auðveldað greiningu á valdasamböndum sem hið hefðbundna neikvæða frelsi nær jafnvel ekki yfir. Jafnframt skoða ég þau áhrif sem hin ríkjandi túlkun á frelsishugtakinu hefur haft á hugmyndir okkar um önnur hugtök sem mikilvæg eru pólitískri umræðu, svo sem vald og lýðræði.

 

Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn; Hvað einkennir íslenskt lýðræði? sem Vilhjálmur Árnason stýrir. 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is