Fagurfræði og náttúra

Föstudagur 5. mars kl. 15-16.30 Stofa 207 Í þessari þverfræðilegu málstofu verður fjallað um fegurðargildi landslags og náttúru. Erindin fjalla annars vegar um vettvangsathuganir á fegurðarupplifun af jöklum þar sem m.a. er beitt fyrirbærafræðilegum aðferðum og hins vegar um rannsókn á merkingu landslagshugtaksins eins og hún birtist í fornum íslenskum ritum.

•         Þorvarður Árnason: Seigfljótandi, formbrigðul fegurð – skriðjöklar í Austur- Skaftafellssýslu

•         Guðbjörg R. Jóhannesdóttir: Að finna til smæðar sinnar: Fagurfræðilegt gildi jöklasvæða

•         Edda R. H. Waage: „Fjöll voru þar og fagurt var þar um að litast“: Um hugtakið landsleg í Íslendingasögunum

Fundarstjóri: Þorvarður Árnason, umhverfisfræðingur

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is