Finnur Dellsén: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 15. árgangur - 2015

Finnur Dellsén: Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar – eða eitt?

Tveir meginstraumar eru til staðar í þekkingarfræði vísindarannsókna. Annars vegar eru þeir sem halda því fram að vísindaleg tilgáta skuli teljast rökstudd að því marki sem hún skýrir fyrirliggjandi gögn betur en aðrar tilgátur um sama efni – þetta við- horf er gjarnan kennt við ályktun að bestu skýringu. Hins vegar eru þeir sem halda því fram að vísindaleg tilgáta skuli teljast rökstudd að því marki sem hún er líkleg í ljósi fyrirliggjandi gagna – þetta viðhorf er gjarnan kennt við bayesíska þekkingarfræði. Skiptar skoðanir eru á því hvort og hvernig megi samþætta þessa tvo meginstrauma. Í þessari grein verða nýlegar samþættingartilraunir gagnrýndar, auk þess sem sett verða fram drög að nýrri kenningu um samþættingu bayesískrar þekkingarfræði og ályktunar að bestu skýringu.

Lykilorð: rökstuðningur vísindakenninga, ályktun að bestu skýringu, bayesísk þekkingarfræði, skýringareiginleikar, uppgötvunarsamhengi.

 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is