Fornleifafræði: Sambúð manns og náttúru

Laugardagur 6. mars kl. 13-14 Stofa 222 Í málstofunni fjalla fornleifafræðingar um tvær ólíkar umhverfisbreytingar á Íslandi, ástæður þeirra og afleiðingar. Nikola Trbojević fjallar um eyðingu skóglendis í kjölfar landnámsins með því að reyna að leggja mat á þarfir þeirra sem byggðu landið. Steinunn Kristjánsdóttir fjallar um staðsetningu Skriðuklausturs, sem kemur mönnum spánskt fyrir sjónir nú til dags þar sem miðaldaklaustrin voru jafnan í alfaraleið. Fiskbein sem fundust í rústum klaustursins komu fornleifafræðingum á sporið við leit að skýringum.

• Nikola Trbojević: Wood requirements of early Icelandic farmsteads •  Steinunn Kristjánsdóttir: Skriðuklaustur – í afskekktum dal eða alfaraleið?

Fundarstjóri: Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Þjóðminjasafni Íslands

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is