Frá Esra til Mishna: Lagahefðir gyðingdómsins frá lokum babýlónsku herleiðingarinnar til upphafs kristindóms og rabbínsks gyðingdóms

Laugardagur 6. mars kl. 15-16.30 Stofa 051

Í þessari málstofu verður fjallað um lagahefðir í gyðingdómi frá lokum babýlónsku herleiðingarinnar (539 f.Kr.) til tíma Alexanders mikla og frá uppruna kristindómsins og rabbínsks gyðingdóms til hreyfinga í frumkristni sem lögðu lögmál Gyðinga til grundvallar túlkun sinni á hinum nýju trúarbrögðum. Sérstaklega verður fjallað um

6

vandamál sem snerta heimildir um lagaefni frá þessu tímabili og þá jafnframt í aðferðafræðilegu ljósi munnlegra geymda og ritunar. Jafnframt verður fjallað um áhrif hellenískrar mælskufræði á framsetningu lagaefnis í Nýja testamentinu en einkum í rabbínskum lagatextum frá því í bernsku rabbínsks gyðingdóms. Loks verður fjallað um kristin hóp, kenndan við Klemens biskup í Róm, sem er hluti af hreyfingum sem töldu hjálpræðið í Jesú Kristi í órofa tengslum við lögmál Gyðinga.

•         Jón Ma. Ásgeirsson: Frá Esra til Mishna: Munnlegar og ritaðar lagahefðir gyðingdómsins og Nýja testamentið

•Helgi Guðnason: Lagahefðir gyðingdóms í ljósi hellenískrar mælskufræði •     Sigurvin Jónsson: Arftakar og örlög lagahefða í frumkristnum hreyfingum

Fundarstjóri: Ásdís Guðmundsdóttir, kennslustjóri Hugvísindasviðs

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is