Frágangur ritgerðar

Þegar doktorsnefnd telur ritgerð tilbúna til varnar gengur doktorsnemi frá prófarkalesnu handriti, sem er fullbúið að efni og innihaldi, og skilar rafrænu eintaki til deildar. Forsíða ritgerðar skal bera auðkenni (e. logo) Háskóla Íslands. Ef um sameiginlega doktorsgráðu er að ræða með öðrum háskóla eða háskólum samkvæmt samningi þar um, ber forsíða ritgerðar auðkenni beggja eða allra háskóla sem hlut eiga að máli. Hugvísindastofnun getur sett frekari ákvæði um útlit ritgerða í verklagsreglum. Ef andmælendur óska eftir prentuðu eintaki verður haft samband við doktorsnema sem þá þarf að láta prenta eitt eintak eða tvö.

Skýrt skal koma fram að verkefnið sé unnið við Háskóla Íslands, tilgreina skal leiðbeinanda og aðra í doktorsnefnd, fræðasvið og deild, og geta skal sjóða og annarra sem styrkt hafa verkefnið og þeirra stofnana eða fyrirtækja sem doktorsefni hefur tengst við vinnslu þess. Ritgerð skal að jafnaði vera á íslensku eða ensku með stuttu ágripi á báðum tungumálunum. Einnig skal taka saman ítarlegri útdrátt á íslensku, sé ritgerðin skrifuð á öðru máli, en á ensku sé ritgerðin skrifuð á íslensku. Ef heimilað er að ritgerð sé skrifuð á öðru tungumáli en íslensku eða ensku (sjá sérreglur deilda) bætist við ágrip á viðkomandi máli. Vörn fer að jafnaði fram á sama tungumáli og ritgerð er skrifuð á.

Athugið að reglum um doktorsnám var breytt á haustmisseri 2019 og ekki er lengur krafist prentaðra eintaka. Leiðbeiningar hér fyrir neðan eru því fallnar úr gildi en unnið er að nýjum leiðbeiningum. Vinsamlegast hafið samband við Maríu Gestsdóttur til að fá nánari upplýsingar, netfang mariage@hi.is

Þegar andmælendur hafa fallist á að ritgerð sé tæk til varnar og viðkomandi deild í kjölfarið ákveðið að doktorsvörn skuli fara fram skal doktorsefni láta prenta endanlega gerð hennar. Áður en ritgerð er prentuð þarf doktorsefni að ráðfæra sig við verkefnisstjóra doktorsnáms um fjölda eintaka sem afhenda þarf Háskóla Íslands. Um frágang vísast til leiðbeininga Hugvísindasviðs. Hugvísindastofnun ber hluta kostnað vegna prentunar ritgerðar í endanlegri gerð í samræmi við verklagsreglur.

Nákvæmari upplýsingar um frágang ritgerða til prentunar eru hér.

Sjá nánar í 11. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is