Frumímynd Íslands og breytt ásjóna fortíðarinnar. Ómálga hlutir? Efniskenndar frásagnir?

Vensl fornleifafræðinnar við söguna hafa löngum verið umdeild en sjaldnar hefur spurningunni verið velt fram um hvað fornleifafræðin hafi í raun að bjóða íslenskri söguritun. Þátttakendur þessarar málstofu ætla, frá mismunandi sjónarhornum, að velta gömlu slagorði fornleifafræðinnar fyrir sér – archaeology: the discipline of things – fornleifafræði: fræðigrein hluta – sem lítur á efnismenningarrannsóknir sem sinn innsta kjarna. Í stað þess að fylgja nítjándu aldar skilgreiningum þar sem litið er á fornleifafræði sem undirgrein sagnfræði, stendur fornleifafræði í dag ekki aðeins samsíða sagnfræðinni heldur jafnframt við hlið ýmissa annarra hug-, félags- og efnisvísindagreina.

Þessi málstofa leitast við að rannsaka eðli hins fornleifafræðilega viðfangs í ljósi nokkurra verkefna þar sem efnismenningin sjálf myndar grunn rannsóknanna. Hér verður áhersla lögð á hið fornleifafræðilega viðfang, allt frá einstökum gripagerðum eða líkamsleifum til mismunandi minjaflokka og landslags, auk þess sem rætt verður um ýmsa útbreidda hugmyndafræði sem stutt hefur skoðanir á fortíð Íslands. Því fer víðs fjarri að þetta fornleifafræðilega viðfang sé þögult eða ómálga. Það myndar grunninn að hinum nýju, frábrugðnu, efniskenndu frásögnum um fortíð Íslands.

Fyrstu fjórir fyrirlestrarnir verða á íslensku en seinni fjórir á ensku.

Málstofustjóri: Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði

Archetypal Iceland and the Changing Faces of the Past:Silent objects? Material narratives?

Moving beyond the entrenched debate that archaeology has with history, we ask what does archaeology offer to Icelandic historiography? The participants of this session will from various perspectives return to an old archaeological mantra which places material research at its core - archaeology: the discipline of things. Rather than accept nineteenth century disciplinary boundaries placing archaeology in a hegemonic relationship to history, instead, contemporary archaeology is placed side-by-side, not just with history, but also alongside other disciplines, such as the social and material sciences.
This session examines the nature of archaeology’s objects by presenting several case studies that emphasise the material basis of their studies. Not by emphasising historical objects, but archaeological ones from individual artefact types, to skeletal remains, to ruins and landscapes, and from ideologies that circulate and underpin the view of Iceland’s past. Far from being silent, these archaeological objects provide the basis and sites of resistance for material narratives that recapitulates Iceland’s past in a new and different light.

Chair: Orri Vésteinsson, professor of archaeology

Fyrirlesarar:

  • Kristján Mímisson, doktorsnemi í fornleifafræði: Frumímynd kotungsins. Um uppruna persónuímyndar og persónusköpunar í fræðum og listum
  • Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði: Torfsteypa
  • Steinunn J. Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði: Banvænar örvar Amors. Um sárasótt á Skriðuklaustri á 16. öld
  • Vala B. Garðarsdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði: Frá upphafi landnáms í Reykjavík. Saga án sögu
  • Oscar Aldred, doktorsnemi í fornleifafræði: 1.e4 e5 2.Nf3 Nf6*: materialised movements and archaeological interventions
  • Gavin Lucas, dósent í fornleifafræði: Ruin-nation: reflections on the Icelandic ruin
  • Janis Mitchell, doktorsnemi í fornleifafræði: Artefacts in burial from Viking Age Iceland
  • Angelos Parigoris, doktorsnemi í fornleifafræði: Nationalism, Archaeology and the Politics of the Past

Útdrættir:

Kristján Mímisson, doktorsnemi í fornleifafræði
Frumímynd kotungsins. Um uppruna persónuímyndar og persónusköpunar í fræðum og listum

Á ofanverðri 17. öld bjó maður nokkur að nafni Þorkell á ýmsum stöðum efst í uppsveitum Árnessýslu, fjarri öðrum mannabústöðum, á afréttarmörkum, í útjaðri hins byggilega lands. Kotungurinn er nefndur í ritheimildum en að öðru leyti er harla lítið vitað um persónu hans. Síðustu ár ævi sinnar bjó Þorkell þessi á Búðarárbakka við afréttarmörk Hrunamanna. Fornleifauppgröftur á þeim efnisleifum sem hann skildi eftir sig þar miðaði að því að rannsaka persónu Þorkels, hlutskipti hans og örlög, athafnir og viðurværi, hans innri persónulegu og ytri félagslegu vitund.

En hvaðan er sú kotungsímynd ættuð sem efnisleifarnar á Búðarárbakka miðla? Eru fornleifarnar aðeins óvirkar afurðir fortíðarinnar sem nú eru undirorpnar túlkunarfræðilegum kennisetningum nútímans eða búa þær yfir eðlislægum kjarna sem streitist gegn margræðnum túlkunum fræðanna? Hvernig tengjast persónuímyndir og persónusköpun í fræðum og listum – og á hvaða hátt þær ólíkar? Hvað er holdlegt við skáldskaparpersónuna og hversu skáldlegar eru veraldlegar persónur? Í fyrirlestrinum verður reynt að varpa nýju ljósi á þessar spurningar út frá hugmyndum um stundar- og efnisveruleika (e. temporality / materiality) og endurheimt (e. re-membering) hennar í efnismenningunni.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor í safnafræði
Torfsteypa

Íslendingar gerðu sér opinberlega far um að útrýma byggingarefninu torfi við upphaf 20. aldar og þar með byggingarsögu landsins. Var torfið talið sérstaklega óhentugt til bygginganotkunar og því eignaðir sérstakir eiginleikar sem þóttu ekki eftirsóknar­verðir í samanburði við önnur efni. Steinsteypan var kynnt til sögunnar sem lausn á þeim vandamálum í húsbyggingum sem torfið var talið hafa skapað. Í þessu erindi verður sjónum beint að þessum þáttum og spurt hvort að þeir eiginleikar sem torfinu voru eignaðir hafi við upphaf 20. aldar haft áhrif á sögulega sýn Íslendinga. Sérstaklega verður hugað að þessu með tilliti til framlags fornleifafræðinnar á sviði efnismenningar og Landnámssýningarinnar „Reykjavík 871 ± 2“.

Steinunn J. Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði
Banvænar örvar Amors. Um sárasótt á Skriðuklaustri á 16. öld

Níu tilfelli af sárasótt hafa verið greind í mannabeinasafninu frá Skriðuklaustri í Fljótsdal en í því eru nú tæplega 200 beinagrindur. Að mestum líkindum eru tilfellin öll frá tímum klaustursins sjálfs en blómaskeið þess stóð fyrstu áratugi 16. aldar. Áður en greiningarnar lágu fyrir var ekki talið að sárasótt hefði borist til Íslands á meðan veikin varð að faraldri um heim allan seint á 15. öld og á fyrri hluta þeirrar sextándu. Fjöldi tilfella af sárasótt hefur þess vegna fundist við fornleifarannsóknir í öllum nágrannalöndum Íslands. Ritaðar heimildir geta um veru þýskra bartskera hérlendis á fyrri hluta 16. aldar og voru þeir samkvæmt heimildum beinlínis fengnir hingað til lands af kirkjunnar mönnum til þess að sporna gegn veikinni. Hafa þessar heimildir engu að síður verið rengdar og talið að þarna hafi sárasóttinni verið ruglað saman við holdsveiki. Þau níu tilfelli sárasóttar í beinasafni sem í eru 200 beinagrindur benda hins vegar til þess að um faraldur hafi verið að ræða hér, rétt eins og annars staðar, enda var Ísland án efa félags- og menningarlega hluti af Vestur-Evrópu á miðöldum þrátt fyrir landfræðilega afmörkun.

Vala B. Garðarsdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði
Frá upphafi landnáms í Reykjavík. Saga án sögu

Þær fornleifar sem komu í ljós við uppgröft á Alþingisreitnum svokallaða, árin 2008-2010, gáfu til kynna að á því svæði sem við köllum í dag Kvosina, í miðbæ Reykjavíkur, hafi verið búseta allt frá miðri 9. öld. Það er í sjálfu sér ekki ný vitneskja, en það sem uppgröfturinn leiddi m.a. í ljós og telst mikilvægt í sögulegu samhengi og sér í lagi fræðilegu samhengi er hversu umfangsmikið landnámið var og, að því er virðist, margbrotið.

Þegar rýnt er í umfjöllun Landnámu um landnám Ingólfs Arnarsonar og hans niðja hér í Reykjavík segir sagan lítið um umfang og eðli búskapar hans, enda getur verið að þegar sagan er rituð þá hafi hver lifandi maður vitað hvernig stórbóndi hagaði sér og sínum og engu við það bætandi, enda koma slíkar upptalningar ekki til sögunnar fyrr en síðar, þ.e. á fyrsta hnignunarskeiði okkar Íslendingar, skv. rituðum heimildum!

En hvernig geta þær minjar sem eftir sitja í Kvosinni útskýrt samfélag sem löngu er horfið og hvergi er skrifað um í neinni sögu og hefur engan samanburð? Geta fræðin tekist á við þennan lúxus? Nýjar upplýsingar sem þessar gefa okkur tækifæri til þess að takast á við fortíðina eins og henni ber, með hlutleysi og æðruleysi og síðast en ekki síst án fyrirfram ákveðinna hugmynda. En hvernig þessi hugmyndafræði hagar sér í framkvæmd, er vert að skoða ofan í kjölinn áður en hafist er handa.

Oscar Aldred, doktorsnemi í fornleifafræði
1.e4 e5 2.Nf3 Nf6*: materialised movements and archaeological interventions

Landscape archaeology has been drifting towards a different kind of practice in recent years; from representing a static history of things done to landscapes towards a situated perspective with landscapes that are on-the-move. In this paper, I examine the productive tensions that underlie this movement-in-thought/practice by challenging the kind of representational/situated ‘space’ that archaeology tends to occupy. In doing so, I am not reverting to old battle lines between scientific method against experiential practice, but rather following materials as they are transformed through which both representation and intervention emerge victorious. Drawing on data derived from fieldwork in Iceland, I begin by asserting this new ordering by aligning movements with the material nature of archaeological practices.

* The Russian Game

Gavin Lucas, dósent í fornleifafræði
Ruin-nation: reflections on the Icelandic ruin

In this talk, I will explore the nature of ruins in the Icelandic imaginary, in particular the tensions between ruin gazing and ruin razing. The latter – that is, the intentional destruction of ruins, will then be linked into a more general consideration of the processes of ruination and how these connect up to a multi-sited archaeology. This will be illustrated through a brief examination of the abandonment of the fishing village on Viðey in the mid 20th century which forms part of a wider study by the author on modern Icelandic ruins. Ultimately, it will be argued, ruination helps us to re-think the centrality and importance of the material world to history.

Janis Mitchell, doktorsnemi í fornleifafræði
Artefacts in burial from Viking Age Iceland

This paper will focus on the burial assemblage from Viking Age Iceland. The visual analysis of artefacts from burial provide a source of material evidence of how a society treated their dead and in particular this enables a means to identify the selection processes for including grave goods in burial. A purposefully archaeological approach and the consideration of how objects might have been selected to represent and/or construct identity in death and how this relates to ways death was experienced and perceived within society during the Viking Age in Iceland is discussed.

Angelos Parigoris, doktorsnemi í fornleifafræði
Nationalism, Archaeology and the Politics of the Past

This presentation is based on the premise that all archaeological traditions were originally nationalistic, either operating in the context of nationalism by itself, or in combination with imperialism and colonialism. Archaeology therefore, is not a value-free neutral social science as previously presumed. In this framework, being trained in the subtleties of stratigraphy and typology does not provide archaeologists with the necessary tools to confront the history of their own discipline and its relation to the strings of power. For a correct understanding of the intricate relationship of archaeology with nationalism, colonialism and imperialism, it is essential to evaluate the impact of the framework in which it developed. This presentation is a preliminary discussion of this relationship.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is