Fundur með umsækjendum í Rannsóknasjóð (Rannís) 21. maí kl. 13:00

Miðvikudaginn 21. maí kl. 13:00 verður Hugvísindastofnun með fund vegna umsókna í Rannsóknasjóð (Rannís). Allir sem eru að undirbúa umsóknir í nafni Hugvísindasviðs HÍ eru velkomnir og hvattir til að mæta. Á fundinum verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga við gerð umsókna til að auka líkur á árangri og til að umsækjendur sæki örugglega um það sem þeir geta og eiga rétt á. Sjóðurinn hefur breytt ýmsu á síðustu árum og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir. Gestir eru hvattir til að koma með spurningar og athugasemdir á fundinn.

Fundurinn verður haldinn í stofu 229 í Aðalbyggingu og hefst klukkan 13:00. Ekki er gert ráð fyrir löngum fundi en við getum rætt betur við einstaka umsækjendur eftir fundinn. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is