Fyrirlestrahlaðborð

Þingið verður haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Það hefst kl. 13.00 föstudaginn 11. mars og verður fram haldið kl. 10.30 daginn eftir.

Upplýsingar um tíma og staðsetningu í stofum - PROGRAM(pdf)

Miðaldafræði verður ýtt úr vör sem þverfræðilegri námsgrein á MA-stigi við Hugvísindasvið árið 2011. Þá er Hugvísindasvið, í samvinnu við Árnastofnun, í forystu fjögurra háskóla sem hafa hlotið styrk til að koma á fót sameiginlegu norrænu meistaranámi í miðaldafræðum sem hefst árið 2012. Í tilefni af þessari tímabæru eflingu miðaldafræða við Háskóla Íslands lýkur þessum fyrri hluta þingsins með hátíðarfyrirlestrum tveggja erlendra sérfræðinga í miðaldafræði:

David Wallace, prófessor í ensku við Háskólann í Pennsylvaniu og situr í stöðu sem kennd er við Judith Rodin.
From Iceland to Cairo: Literary History, and where Europe Begins and Ends

Rita Copeland, prófessor í fornfræði, ensku og samanburðarbókmenntum við Háskólann í Pensilvaníu og gegnir stöðu sem kennd er við Edmund J. og Louise W. Kahn.
"Translating" Antiquity 

Einnig flytja fyrirlestra á þinginu tveir erlendir gestir Málvísindastofnunar og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Gestur Málvísindastofnunar:
Frans Gregersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og stjórnandi verkefnisins LANCHART (Language Change in Real Time).
Two and a half types of variation 

Gestur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum:
Erik Skyum-Nielsen, lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla og fyrrverandi prófastur á Garði.
Regensen - en nordisk smeltedigel

Aðrir fyrirlesarar:
Fyrirlesarar frá Hugvísindasviði, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fræðasetrum Háskóla Íslands á Höfn og Skagaströnd:

Aðalheiður Guðmundsdóttir, stundakennari og aðjunkt í þjóðfræði:
Hildur milli steins og sleggju: Um Hildi Högnadóttur sem táknmynd ófriðar

Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði:
Kenndu Bretar Íslendingum að hata Dani?

Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
Málakademíur og markmið

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði:
Krista á krossinum

Ásdís Egilsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda:
Hellir Esju. Synir, mæður og tröllkonur í Kjalnesinga sögu

Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum:
Tungumál og menning: Skiptir tungumálið máli?

Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
Hvernig breiðast málbreytingar út? Af tilbrigðum í frumlagsfalli og (vaxandi) þágufallshneigð

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum:
„Ég get ekkert sagt.“ Um skáldskap og hrun

Björn Norðfjörð, lektor í kvikmyndafræði:
Norræna höfundamyndin: Í kjölfar Dreyer og Bergman

Eggert Þór Bernharðsson, prófessor í hagnýtri menningarmiðlun:
„Undarlegt sambland af sveitaþorpi og stórborg.“ Þróun Reykjavíkur 1940 til 1970

Geir Sigurðsson, dósent í kínverskum fræðum:
Hvað er sköpun? Fáeinar þvermenningarlegar evrasískar hugleiðingar

Gottskálk Jensson, prófessor í almennri bókmenntafræði:
Latínukvæði Bergs Sokkasonar í AM 382 4to

Grégory Cattaneo, doktorsnemi við Sagnfræði- og heimspekideild HÍ og Háskólann í Sorbonne:
A note on the oath of fidelity in Medieval Norway and Iceland

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði:
Þjóðskóli eða launamannaverksmiðja? Háskóli Íslands 1911-1961

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði:
Svartir svanir og spádómsgildi sögunnar

Guðni Elísson, prófessor í almennri bókmenntafræði:
Skortsali ástarinnar: Höfundur, lesandi og bókmenntagrein

Guðrún Kvaran, prófessor og stofustjóri orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
Björn M. Ólsen og íslenskt mál

Guðrún Theodórsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir, aðjunktar í íslensku sem öðru máli:
Íslenskuþorpið: Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði:
Safnið týnda: Pavelló de la Republica og samningurinn um gleymskuna

Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði:
Tamið ofbeldi

Henry Alexander Henrysson, nýdoktor hjá Heimspekistofnun:
Samfélag þjóða: Frumspeki og réttlæti í kenningu Wolffs um þjóðarétt

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu:
Samband ríkis og kirkju — Nýir straumar í umræðunni

Hoda Thabet, doktorsnemi í bókmenntum:
Re-identification of Female Suffering: Arab Female Novelists Portray Middle Eastern Females in Transition

Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í nýjatestamentisfræðum:
Upprisur í frumkristni

Jón Egill Eyþórsson, aðjunkt í kínverskum fræðum:
Heimsmynd Kína til forna og Hjól Rangárhverfis

Jón Axel Harðarson, prófessor í íslenskri málfræði:
Með góðum ilm skal mey heilla. Um Duenos-áletrunina fornlatnesku, einkum miðlínu hennar

Jón Karl Helgason, dósent í íslensku sem öðru máli:
„Þú talar eins og bók“. Pirandello, Brecht og Nordal

Kaoru Umezawa, lektor í japönsku:
How to be polite in Japanese – what are the challenges for Icelandic learners of Japanese?

Karl Cogard, sendikennari í frönsku:
A grammatical peculiarity in "Un Coeur simple" by Flaubert

Katrín Axelsdóttir, aðjunkt í íslensku:
Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins: saga, gerð, viðtökur

Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku:
„Kæri bróðir ... ég ákalla þig af öllu hjarta.“ Pancho Villa, byltingarhetja Mexíkó og dýrlingur alþýðunnar

Kristjana Kristinsdóttir, lektor í skjalfræði:
Koma Oluff Pedersøn fyrrverandi fógeta í kansellíið árið 1635 og áhrif þeirrar heimsóknar á söfnun eignarheimilda á Íslandi árin 1639–1645

Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra:
Umkomuleysi hugtaka á borð við græðgi, rannsóknarskýrsla og afsökunarbeiðni í samhengi við kenningarskort um stjórnarfar á miðöldum

Magnús Snædal, prófessor í málvísindum:
Háls á gotnesku

Margrét Jónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði:
Sagnirnar „fjölga“ og „fækka“

Margrét Elísabet Ólafsdóttir, stundakennari í frönsku og listfræði:
Af skrykkjóttu upphafi íslenskrar vídeólistar og vantrú á nýjungar

María Anna Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir, aðjunktar í íslensku sem öðru máli:
Greining á talmáli nemenda í íslensku sem öðru máli

Már Jónsson, prófessor í sagnfræði:
Texti dómabóka: tilurð, tjáning, túlkun, tengingar

Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku:
Die Reise zum Buch. Um tækifæri í íslenskri menningarferðaþjónustu

Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði:
Landnámabækur Íslands og Nýja Sjálands

Pétur Knútsson, dósent í ensku máli:
Að hlusta á fjöll: Samskynjun sem lausn í túlkunarfræði 

Pétur Pétursson, prófessor í praktískri guðfræði:
„Það var harla gott! – og enda Ísland líka!“ Byltingin 1848 í íslenskum þjóðarspegli

Ragnheiður Kristinsdóttir, doktorsnemi í bókmenntafræði:
Sjálfsmyndir í nýjum veruleika: efnahagskreppa og bókmenntir argentínskra kvenna

Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjunkt í sagnfræði:
Norrænt og sovéskt? Umræður um jafnrétti og jöfnuð í lok heimsstyrjaldar

Randi Benedikte Brodersen, lektor í dönsku máli:
Hvad fortæller korrespondanceanalyser om danskeres sproglige tilpasning til norsk i Norge?
Slutresultater fra en empirisk undersøgelse om sproglig tilpasning, sprogbrug og sprogholdninger

Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði:
Nýja ópersónulega setningagerðin í íslensku

Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu:
Hófsamur húmanisti í Hítardal

Sigurgeir Guðjónsson, doktorsnemi í sagnfræði:
Geðlæknisfræði festir rætur á Íslandi, árin 1838-1907. Mótvægi við hugmyndir alþýðunnar

Soffía Auður Birgisdóttir, sérfræðingur við Fræðasetur H.Í. á Hornafirði:
„Ég er eins og menn verða eftir næstu aldamót.“ Áhrif Þórbergs Þórðarsonar á íslenskar bókmenntir á 21. öld

Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent í guðfræðilegri siðfræði:
Hvað varð um kynferðislega ánægju í femínískum fræðum?

Stefano Rosatti, aðjunkt í ítölsku
Isabella di Morra: a Mysterious Life, a Literary Death?

Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki:
Rætur heimspekilegrar siðfræði

Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum:
Er hægt að yrkja hjarðljóð svona nærri Norðurpólnum?
Sveitasælan og skuggahliðar hennar

Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum:
„Hitt svið“ sögualdarinnar: Íslendingasögur í ljósi sálgreiningarinnar

Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
Sturlungufræðingurinn Björn M. Ólsen

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Fræðaseturs H.Í. á Hornafirði:
Kórafræði – drög að óþekktri fræðigrein

Þórhallur Eyþórsson, sérfræðingur hjá Málvísindastofnun:
Indóevrópska frummálið og algildismálfræði Chomskys

Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku:
Þýðingar á skáldverkum úr Norðurlandamálum á íslensku

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is