Guðfræði Gamla testamentisins og/eða hebresk trúarsaga

Föstudagur 5. mars kl. 15-17 Stofa 052 Fræðigreinarnar guðfræði Gamla testamentisins og Hebresk trúarsaga (eða: Trúarsaga Hebrea/Ísraels) hafa löngum í senn verið systurgreinar og keppinautar innan gamlatestamentisfræðanna. Því hefur stundum verið haldið fram að fræðigreinin guðfræði Gamla testamentisins eigi tæpast rétt á sér vegna þess að Gamla testamentið hafi að geyma margs konar guðfræði og ólíkar trúarhugmyndir sem hafi tekið miklum breytingum á þeim langa tíma sem mótunarsaga Gamla testamentisins nær yfir. Trúarsagan sé rétti vettvangurinn til að fást við slíkan fjölbreytileika hugmynda. Guðfræði Gamla testamentisins hefur þó löngum verið kennd við guðfræðideild Háskóla Íslands án þess að fjölbreytninni sé á nokkurn hátt hafnað. Í þessari málstofu verða tekin fyrir ýmis álitaefni þessara skyldu greina, ný viðhorf og önnur sígildari.

•         Gunnlaugur A. Jónsson: Þórir Kr. Þórðarson og brúarsmíðin í guðfræði Gamla testamentisins

•         Jón Ásgeir Sigurvinsson: „Jahve einn er Guð!“ - en var það alltaf svo? •         Kristinn Ólason: „Jahve hefur sagt að hann vilji búa í myrkri“ (1Kon 8.12). Um

sólardýrkun í musteri Salómons í Jerúsalem •  Ninna Sif Svavarsdóttir: Um „guðleysi“ Esterarbókar og guðfræði Gamla

testamentisins Fundarstjóri: Bjarni Randver Sigurvinsson, doktorsnemi

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is