Guðrún Harðardóttir

Tölvupóstfang: guh64@hi.is

 

Doktorsnám: Sagnfræði

 

Leiðbeinandi: Sverrir Jakobsson

 

Heiti doktorsverkefnis: Myndefni í kirkjulegum íslenskum miðaldainnsiglum

 

Um doktorsverkefnið:

 

Miðaldainnsigli eru einstætt sagnfræðilegt jafnt sem listsögulegt heimildaefni og bera þau skýrt vitni um sjálfsmynd einstaklinga og stofnana. Innsigli voru notuð til að staðfesta gerninga á sama hátt og undirskriftir nútímans. Af þessum ástæðum var í innsiglum miðalda gjarnan að finna myndræna túlkun innsigliseigenda, hvort sem hún var táknræn eða endurspeglun raunveruleikans.

 

Í þessari rannsókn verður reynt að ná yfirliti yfir myndefni kirkjulegu innsiglanna, þ.e. innsigli biskupa, ábóta, abbadísa, kapítula klaustra og dómkirkna, officialis og presta. Einnig er ætlunin að ná fram mati á því hvort í sumum tilvikum geti verið um að ræða sannferðuga birtingarmynd á raunverulegum horfnum kirkjum sem engar aðrar sjónrænar heimildir eru nú til um.

 

Mikilvægur þáttur rannsóknarinnar felst í að bera íslenska myndefnið saman við myndefni í innsiglum frá biskupsdæmum Niðarósserkibiskupsdæmis sem náði yfir Noreg, bresku eyjarnar, Grænland og Færeyjar. Ætla má að með slíkum samanburði komi þræðir menningartengsla í þessu efni í ljós. Rannsóknin ætti því að varpa fersku ljósi á tengslanet íslensku kirkjunnar við kirkjustofnanir á erlendri grund. Einnig verður kannað hvort munur kemur fram á myndbirtingu innsigla milli íslensku biskupsstólanna, Hóla og Skálholts.

 

Tímarammi rannsóknarinnar er frá elstu þekktu íslensku innsiglunum fram til siðbreytingar 1550.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is