Guðrún Steinþórsdóttir

Tölvupóstfang: gus26@hi.is

 

Doktorsnám: Íslenskar bókmenntir

 

Leiðbeinandi: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Án ímyndunaraflsins kæmist ég hvergi 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Í ritgerðinni verður tekist á við spurninguna: Hvernig eru tilfinningar/geðshræringar, samlíðan og samkennd vaktar í skáldsögum Vigdísar Grímsdóttur? Tilfinningalíf manna er samofið öðrum þáttum vitsmunalífs, t.d. ímyndunarafli, sköpunarþörf, þrá og hæfninni til að lifa sig inn í frásagnarheima, þannig að einnig verður hugað að þeim. Rannsóknin er tvískipt: annars vegar er hún greining á skáldverkunum þar sem samþættar verða ýmsar kenningar, einkum úr bókmenntafræði, sálfræði og lífvísindum; hins vegar kannar hún tilfinningaviðbrögð og samlíðan raunverulegra lesenda, bæði megindlega og eigindlega, og veitir þannig upplýsingar um hvort hugmyndir fræðimanna standist um að vissar aðferðir í skáldskap henti vel til að vekja tilfinningar og samlíðan. Skáldsögurnar sem fjallað verður um eiga það sameiginlegt að hverfast að mestu um listir og verða því viðtökur persóna innan sagnanna ekki síður til umfjöllunar en raunverulegra lesenda utan þeirra. Þá verður sjónum einnig beint að áhrifum menningar og lífsferils Vigdísar á verk hennar og viðbrögð við þeim enda fjalla sögur hennar einatt um efni sem er eða hefur verið tabú í samfélaginu – þar á meðal rekur ein sagan þætti úr lífi hennar sjálfrar. Rannsóknin er unnin af sjónarhóli hugrænna fræða en einnig verður sótt til annarra sálfræði- og félagsfræðikenninga en hugrænna.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is