Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir

Tölvupóstfang: hannagud@hi.is

 

Doktorsnám: Sagnfræði

 

Leiðbeinandi: Ragnheiður Kristjánsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Konur við hvarfpunkt. Myndlistarkonur, kyngervi og íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til 1960

 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Meginmarkmið með rannsókninni er að greina listsögulega orðræðu (e. art historical discourse) með tilliti til kyngervis (e. gender) og  kynjafræðilegrar aðferðafræði (e. feminist methodology).  Í listsögulegum skrifum á Íslandi hefur lítið sem ekkert verið stuðst við aðferðir og kenningar þar sem hugtakið kyngervi kemur fyrir. Gagnrýnin endurskoðun á aðferðafræðinni sem beitt er við ritun listasögu er því löngu orðin tímabær. Horft verður sérstaklega til opinberrar listsögulegrar orðræðu frá síðari hluta 19. aldar til 1960  kynjafræðilegri nálgun beitt á íslenska listasögu þar sem leitast er við að skilgreina ástæður þess  að verk íslenskra kvenna hafa verið talin minna virði en karla. Í þessu samhengi er þverfagleg rýni mikilvæg. Meginspurningar innan sagnfræðinnar á sviði kvenna- og kynjasögu lúta m.a. að mótun sjálfsmyndar þjóðar og mótun kyngervis í menningarlegu samhengi. Markmið rannsóknarinnar er að skapa grundvöll fyrir ritun kynjaðrar listasögu sem felur m.a. í sér að undirstrika sögulega og samfélagslega þætti og greina eðli þess samfélags þar sem listsköpunin á sér stað.

 

Doktorsverkefnið hlaut þriggja ára styrk frá Rannís fyrir árin 2017-2019, innan verkefnisins „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015“. Verkefnisstjórar eru Ragnheiður Kristjánsdóttir (leiðbeinandi doktorsrannsóknarinnar) og Erla Hulda Halldórsdóttir en meðumsækjandi er Þorgerður H. Þorvaldsdóttir.  
Doktorssrannsóknin, sem hluti af þessu verkefni, beinist að gerendahæfni kvenna í listsögulegri orðræðu og myndlist á tímabilinu 1915-1970.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is