Heimspeki og bókmenntir Málstofa Ritsins

Föstudagur 5. mars kl. 15-16.30 Stofa 225 Undanfarin ár hefur Ritið boðið upp á málstofu á Hugvísindaþingi og síðar gefið út þemahefti um sama efni. Að þessu sinni verður valsað fram og aftur um landamerki heimspeki og bókmennta. Hvar liggja þessi mörk, hvers eðlis eru þau og hvaða máli skipta þau? Meðal höfunda sem bera mun á góma eru Sókrates, Aristófanes og Jacques Derrida.

Gottskálk Jensson: Bókmenntafræðingurinn Sókrates •      Gunnar Harðarsson: Málsvörn Sókratesar: Svar Platons við Aristófanesi? •      Irma Erlingsdóttir: Það hangir á spýtunni – Um bókmenntakenningar Jacques

Derrida Fundarstjóri: Björn Þorsteinsson, heimspekingur

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is