Helgi Skúli Kjartansson

Tölvupóstfang: helgisk@hi.is

 

Doktorsnám: Íslenskar bókmenntir

 

Leiðbeinandi: Guðrún Nordal

 

Heiti doktorsverkefnis: Bragfræði "skáldakvæða" með styttri braglínum en dróttkvætt

 

 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Undir rannsóknina fellur kveðskapur undir eddukvæðaháttum annar en eddukvæðin sjálf, sömuleiðis allt sem ort var undir kviðuhætti og undir rímuðum háttum með hrynjandi (eða a.m.k. línulengd) fornyrðislags eða málaháttar, hvort sem er með endarími (runhenda) eða innrími (Hað¬arlag, töglag). Til athugunar er kveðskapur frá fyrstu tíð og fram til Sturlu Þórðarsonar. Aðaláhersla er lögð á eiginleg hirðkvæði en með hliðsjón af öðrum kvæðum og vísum. Tilgangurinn er að þoka áleiðis rannsóknum á kveðskap sem hefur ekki notið þvílíkrar athygli bragfræðinga sem annars vegar eddukvæðin og hins vegar dróttkvæður háttur. Mögulegur ávinningur gæti falist í viðbótarskilningi á skyldleika og þróun þessara bragarhátta, þar með á tengslum kvæða sem aftur gefa hugmynd um aldur þeirra eða aldursröð. Einnig kann það að reynast nokkur prófsteinn á bragfræðilegar skýringar, sem beitt er á eddukvæðin eða á dróttkvæðan hátt, hvernig þær nýtast við rannsóknir á þessum kveðskap sem að ýmsu leyti má líta á sem millistig þar á milli.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is