Hlé frá námi

Doktorsnemi getur sótt um að taka sér hlé frá námi í allt að eitt ár, til dæmis vegna barneigna eða annarra persónulegra ástæðna. Skal nemandi þá senda doktorsnámsnefnd beiðni þar um, ásamt samþykki leiðbeinanda.

Ef doktorsnemi tekur sér lengra en eins árs hlé frá námi þarf hann að sækja um að nýju. Hefur nemandi þá nám samkvæmt því námsskipulagi sem gildir þegar síðari umsókn er samþykkt. Þetta gildir líka um nemendur sem sinna ekki árlegri skráningu.

Sjá nánar í 6. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið (2. og 3. efnisgrein).

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is