Horft til ýmissa átta: Stefnur og straumar í kvikmyndafræðum

Laugardagur 6. mars kl. 13-14.30 og 15-16.30 Stofa 052 Kvikmyndafræði sem vettvangur kennslu og rannsókna slítur nú barnsskónum við Háskóla Íslands. Áræði og gróska eru án nokkurs vafa þau einkennisorð sem nota má um það frumkvöðlastarf sem unnið hefur verið til þessa. Á stuttum tíma hefur nýtt fræðasvið skotið rótum á íslenskri tungu og snýr að íslenskri jafnt sem erlendri kvikmyndagerð. Í málstofunni verður sjónum beint í ýmsar áttir og kvikmyndagerð ólíkra landa og tímabila gerð að umtalsefni.

Alda Björk Valdimarsdóttir:Til Pemberley var þá förinni heitið. Túrismi í Pride and Prejudice og arfleifðarmyndum

Björn Þór Vilhjálmsson: Hið óeinstaklingsbunda auga: Halldór Laxness og kvikmyndir

Guðmundur Erlingsson: Að ófrægja þjóð: Þjóðerni í spænskum kvikmyndum 

•Guðni Elísson: Undir hnífnum •       

Heiða Jóhannsdóttir: Kvikmyndaaðlaganir og kynjuð rými nútímans •     

Hólmfríður Garðarsdóttir: Í kjölfar kollsteypu: Nýbylgja í argentínskri kvikmyndagerð

Fundarstjóri: Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is