Hugvísindaþing 2009 var haldið dagana 13. og 14. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Á þinginu voru yfir 140 fyrirlestrar í um 30 málstofum.
Þingið hófst með sameiginlegri málstofu undir yfirskriftinni: „Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu“. Málshefjandi var Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar, stýrði umræðum. Þátttakendur voru: Guðni Elísson, dósent í bókmenntafræði, Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði og Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent í spænsku.
Dagskrá og útdráttur úr fyrirlestrum (.pdf 155kb)