Kallað er eftir tillögum að málstofum á Hugvísindaþingi 2015. Frestur til að skila tillögum er til 30. janúar. Málstofur verða að fjalla um efni á sviði Hugvísinda en hvatt er til að efna til málstofa um þverfræðileg efni, t.d. um ljós eða eitthvað sem tengist ljósi sem er þema þingsins 2015.
Þingið verður haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands 13. og 14. mars.
Nánari upplýsingar á heimasíðu þingsins hér.