Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Tölvupóstfang: ieb3@hi.is

 

Doktorsnám: þýðingafræði

 

Leiðbeinandi: Gauti Kristmannsson

 

Heiti doktorsverkefnis: Þýðandinn og vélin

 

 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Íslenska er í dag töluð af um 300.000 manns í heiminum öllum. Málið er í dag talið öruggt, en hugsanlegt er að stöðu þess verði breytt í óöruggt. Aðalmarkmið þessa verkefnis er að styrkja þýðendur við að nota íslensku og vélþýðingakerfi sem nota íslensku innan hins tæknilega og stafræna tölvuumhverfis.

 

Margar mismunandi þýðingavélar verða prófaðar og ný viðmið verða búin til sem meta marktexta þýdda með vélum. Þessi viðmið munu byggja á fræðilegri þekkingu sem er til staðar innan þýðingafræðinnar. Einnig verður byggt á viðmiðum og ISO-stöðlum sem alþjóðleg og íslensk þýðingafyrirtæki nota í sínu starfi.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is