Ingibjörg Þórisdóttir

Tölvupóstfang: ingibjth@hi.is

 

Doktorsnám: þýðingafræði

 

Leiðbeinandi: Gauti Kristmannsson

 

Heiti doktorsverkefnis: Shakespeare og Matthías

 

Um doktorsverkefnið:

 

Í þessari rannsókn er ætlunin að skoða þýðingar Matthíasar Jochumsonar á fjórum leikritum William Shakespeare: Hamlet, Macbeth, Óþello og Rómeó og Júlía. Skoðaðir verða helstu áhrif þessara þýðinga á íslenskt leikhús.

 

Einnig verður fjallað um helstu áhrifavalda Matthíasar á sviði leikhússins, eins og Sigurð málara og félaga Matthísar, Steingrím Thorsteinsson ogf.  Þá verður skoðað rómantíska tímabilið lok 19. aldar hér heima á Íslandi en einnig á Norðurlöndum, þá aðallega í Danmörku en einnig uppruna þess og áhrif í Evrópu sem síðar nær til Íslands. Einnig verða bornar saman fjórar þýðingar á Macbeth eftir Matthías, Helga Hálfdanarson, Sverri Hólmarsson og Þórarinn Eldjárn. Forvitnilegt verður að skoða mismunandi áherslur í bragfræði, orðavali ofl. hjá þessum þýðendum en 30-40 ár líða milli hverrar þýðingar. Þá verður reynt að leita svara við því hvers vegna við þurfum að uppfæra hverja þýðingu reglulega.

 

Viðtöl verða tekin við leikhúsfólk sem hafa unnið með Shakespeare og það spurt um viðhorf þess til textans og skáldsins.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is