Íslendingasögur: Samtíða, saga, framtíð

Laugardagur 10. mars kl. 10-12
Stofa 231 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Málstofan er helguð rannsóknum á ólíkum þáttum sem snerta sögu og viðtökur Íslendingasagnanna. Guðrún Nordal fjallar um fyrstu áratugina í sögu Laxdæla sögu, Katelin Parsons ræðir um rannsóknir sínar á þýðingum Egils sögu, Emily Lethbridge fjallar um fjórhjóladrifnar rannsóknir sínar á sögusviði sagnanna („fornsagnalestur undir beru lofti“) og Jón Karl Helgason um þær nýju leiðir sem netið og stafræn tækni hafa opnað í rannsóknum einstakra sagna, þeirra á meðal Njáls sögu og Egils sögu. Í lok málstofunnar verður formlega opnaður nýr gagnagrunnur, Wikisaga, sem Bókmennta- og listfræðastofnun og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa að, en vonast er til að hann geti auðveldað störf þeirra sem fást við kennslu og rannsóknir á Eglu, bæði hér á landi og erlendis. Fyrirlestrarnir verða ýmist fluttir á ensku eða íslensku.

Fyrirlesarar:

  • Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar: Samhengi Laxdælu
  • Katelin Parsons, rannsóknarmaður á Stofnun Árna Magnússonar Introducing Egill: Egils saga Skallagrímssonar and its translators
  • Emily Lethbridge, rannsóknarmaður á Stofnun Árna Magnússonar
    The Icelandic Sagas in their Landscape Settings: Thoughts on Outdoor Readings
  • Jón Karl Helgason, dósent við Íslensku- og menningardeild
    Vefur Darraðar og Wikisaga: Tengsl gagnagrunna og rannsókna

Málstofustjóri: Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

 

Útdrættir:

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar
Samhengi Laxdælu
Textar Íslendingasagna eru oft breytilegir í elstu handritum. Breytingar eða umskapanir gefa til kynna togstreitu og spennu milli áheyrenda og textanna, og þörf á að aðlaga merkingu og efni að skoðunum og áherslum nýs tíma. Það er áhugavert að skoða hvaða köflum er breytt og hverjir haldast stöðugir, því að það er alls ekki svo að sögum sé umturnað í varðveislunni. Laxdæla endar á tvo vegu í handritum, og í erindinu verður hugað að þessum breytileika og hann skoðaður með tilliti til uppruna sögunnar á 13. öld.

 

Katelin Parsons, rannsóknarmaður á Stofnun Árna Magnússonar Introducing Egill
Egils saga Skallagrímssonar and its translators

A full translation of Egils saga into English did not appear in print until 1893. Its translator, the Rev. William Charles Green, described it as the second-best of the Icelandic sagas. Its central flaw, he warned his readers, was that the story lacks a protagonist of the stature of Njáll Þorgeirsson with whom the audience can sympathise. This was not the first time, however, that English readers had been introduced to Egill Skallagrímsson, and Green’s position does not necessarily reflect the prevailing attitude to the saga at the time. In my paper, I will discuss English translations of Egils saga prior to 1893 and their shifting presentation of the saga’s titular character. 

 

Emily Lethbridge, rannsóknarmaður á Stofnun Árna Magnússonar
The Icelandic Sagas in their Landscape Settings
Thoughts on Outdoor Readings

In 2011, I set off around Iceland on a modern-day 'Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland' with the aim of reading each saga in its landscape setting. Exploring how events the sagas describe are mapped onto the landscape and commemorated in place-names, as well witnessing how modern Icelanders engage with their local saga, proved to be a compelling approach to this remarkable body of literature. The sagas are uniquely rooted in the Icelandic landscape: physically contextualising them transformed my academic understanding in certain ways which I will describe in this paper.

 

Jón Karl Helgason, dósent við Íslensku- og menningardeild
Vefur Darraðar og Wikisaga
Tengsl gagnagrunna og rannsókna

Árið 2001 kom margmiðlunardiskurinn Vefur Darraðar út sem viðauki við bók mína Höfundar Njálu en hún fjallar um endurritun Njáls sögu, m.a. af erlendum þýðendum, ferðabókahöfundum, leikritaskáldum og barnabókahöfundum. Á Vef Darraðar er að finna ítarlegt safn Njáluljóða og -myndskreytinga en þetta efni er tengt texta sögunnar þannig að notendur geta með einföldum hætti kannað hvernig einstök ljóðskáld og myndlistarmenn hafa brugðist við tilteknum senum í verkinu. Sama hugmynd býr að baki gagnagrunninum Wikisaga sem Bókmennta- og listfræðastofnun og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið að vinna að á undanförnum árum nema hvað hér er um að ræða lýsandi heimildaskrá Egils sögu þar sem túlkanir fræðimanna á einstökum köflum eru tengdar viðkomandi stöðum í textanum. Í fyrirlestrinum mun ég ræða um hugmyndina að baki þessum tveimur gagnagrunnum og ræða að hvaða marki þeir geta talist sjálfstætt framlag til rannsókna á Íslendingasögunum.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is