Jesúmyndir og kristsfígúrur í bókmenntum og listum

Laugardagur 6. mars kl. 10-12 Stofa 052 Frásögurnar af Jesú frá Nasaret í Nýja testamentinu hafa í aldanna rás gefið tilefni til mismunandi túlkana sem birst hafa í ýmsum myndum í bókmenntum og listum og í kvikmyndum eftir að sú listgrein kom til sögunnar. Frásögurnar og myndirnar skírskota til trúarreynslu fólks og tengjast mannlífinu og þeim hlutverkum sem einstaklingar tileinka sér eða þeim er úthlutað.

Jesúgervingar eru þekkt bókmenntastef en þar birtast persónur sem í lífi sínu túlka eiginleika sem trúarhefðin tengir við Jesú Krists. Í Jesúgervingum og kristsmyndum speglast sjálfsmyndir einstaklinga og hópa og menningarstrauma. Myndirnar öðlast líf í reynslu fólks sem skapar nýja texta og nýjar myndir sem túlka hinn upprunalega Jesú frá Nasaret og boðskap hans á nýjan hátt í margvíslegu samhengi. Á málstofunni verður fjallað um Jesúmyndina í sögu myndlistar, kvikmynda og bókmenntum og einstök dæmi skoðuð.

•         Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur): Upphaf og þróun Jesúmynda í myndlistarsögunni

•         Gunnar J. Gunnarsson: Jesúgervingar og Kristsvísanir í kvikmyndum •         Pétur Pétursson: Jesúgervingurinn í Unuhúsi og lýsingarnar af honum •         Bjarni Randver Sigurvinsson: Jesús kemur til Montréal

Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir, myndlistarkona

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is