Joe Wallace Walser III

Tölvupóstfang: jww2@hi.is

 

Doktorsnám: Fornleifafræði

 

Leiðbeinandi: Steinunn Kristjánsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Dulin náttúruvá: eldvirkni, loftlagsbreytingar og heilsufar Íslendinga á sögulegum tíma

 

 

Um doktorsverkefnið:

 

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka áhrif umhverfisbreytinga (t.d. af völdum Litlu ísaldar) og náttúruhamfara (t.d. eldgosa) á heilsufar fólks með mannabeinafræðilegum aðferðum með áherslu á Veiðivatnagosið í Vatnajökli árið 1477 og breytinga á honum í kjölfar kólnandi veðurfars. Stuðst verður við hefðbundnar greiningar á mannabeinunum sjálfum en samhliða því lögð áhersla á að greina í þeim breytingar sem rekja má til umhverfislegra þátta og kunna að hafa haft áhrif á heilsufar. Efnafræðilegar greiningar verða jafnframt notaðar til þess að kanna efnaskiptasjúkdóma og eiturefni í beinunum, eins og til dæmis flúor. Þá verða auk flúorsins, önnur eiturefni, s.s. kvikasilfur, arsenik, blý og kadmíum, greind í sýnum úr beinum einstaklinga sem bjuggu nærri virkum gosstöðvum, eins og til dæmis á Skriðuklaustri, í því skyni að meta jafnt bráða sem langvinna mengun af völdum eldgosa. Ísótópagreiningar (δ13C, δ15N, δ18O, 87Sr / 86Sr) verða enn fremur notaðar til þess að meta mataræði og heilsu sömu einstaklinga. Vonast er til að þær kunni geta veitt upplýsingar um landfræðilegan mun á því umhverfi sem þessir einstaklingar bjuggu í en það getur haft áhrif á niðurstöður jafnt efnafræðilegra sem og beinafræðilegra. Þar sem stefnt er að því í þessu verkefni að kanna mikilvægi umhverfis á heilsufar fólks í fornleifafræðilegu samhengi má gera ráð fyrir að það dýpki til mikilla muna fyrirliggjandi þekkingu okkar á áhrifum umhverfis og eldgosa á heilsufar fólks í nútíð og fortíð.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is