Johnny Finnssøn Lindholm

Tölvupóstfang: jfl1@hi.is

 

Doktorsnám: Íslenskar bókmenntir

 

Leiðbeinandi: Margrét Eggertsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Vegir sannleiksins. Myndmál og ímyndun í kveðskap Ólafs Jónssonar á Söndum

 

Um doktorsverkefnið:

 

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig Ólafur Jónsson (1560--1627) notar myndmál í sálmum sínum og hvaða hlutverki það gegnir í kveðskapnum. Hugtakið myndmál er hér haft í víðri merkingu, þ.e. það spannar t.d. líkingar, myndlíkingar, allegóríur o.fl. og hvort tveggja, svokallað „lifandi“ og „dautt“ myndmál.

 

Fyrsta skrefið er að skrá og safna í gagnagrunn myndmáli sálmanna og gera yfirlit yfir mælskufræðilega byggingu þeirra. Þar næst þarf að túlka efniviðinn út frá þessum tveimur spurningum:

 

(1) Hvað segir myndmálið hjá Ólafi um kveðskap hans? Þetta má íhuga nánar:

 

  • Er Ólafur aðallega að búa til myndir eða notar hann frekar hefðbundnar myndir?
  • Hvaða fyrirmyndir hefur Ólafur að myndmáli sínu?
  • Hvernig notar Ólafur myndmál? Í hvaða tilgangi?

(2) Hvað getum við sagt um guðfræði Ólafs út frá myndmálinu?

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is