Jón Hjaltason: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 14. árangur - 2014

Jón Hjaltason: Því mistókust búferlaflutningar Íslendinga til Brasilíu?

Á 19. öld kviknaði með Íslendingum mikill áhugi á Brasilíu og vildu margir út þangað. Bylgjan reis hæst sumarið 1865 – þá biðu menn nánast í fjörunni eftir skipi, búnir að skera á öll bönd er bundu þá við Ísland – og aftur 1873, þegar 35 manna hópur lagði upp til Brasilíu. Hundruð manna höfðu þá skrifað sig fyrir búferlaflutningum þangað suðureftir, flestir að norðan en einnig stór hópur úr Vestmannaeyjum. Á endanum fóru þó aðeins fáeinir tugir. Af hverju? Einfalda svarið er: Ekki fékkst skip til að flytja fólkið. En er það endilega rétt? Voru það kannski aðrir áhrifavaldar sem eyðilögðu drauminn um Brasilíu? Hér er þessari spurningu velt upp og m.a. bent á að mikil andstaða var við flutningana og forystumennina skorti einarða trú á fyrirtækið.

Lykilorð: Brasilíuferðir, búferlaflutningar, fátækt, draumurinn um betra líf

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is