Katrín Harðardóttir

Tölvupóstfang: kah37@hi.is

 

Doktorsnám: Þýðingafræði

 

Leiðbeinandi: Marion Lerner

 

Heiti doktorsverkefnis: Femínísk þýðingafræði

 

Um doktorsverkefnið: 

 

 Eins og femínismi snerta þýðingar á öllum flötum samfélagsins. Ætlunin að leiða saman fræðin í íslensku samhengi og skoða hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að femínísk þýðingafræði geti nýst í réttindabaráttu minnihlutahópa. Minnihlutahópar eru hér ekki skilgreindir út frá stærð heldur félagslegri stöðu þeirra og eru bæði kynin til skoðunar. Rannsóknin einskorðast ekki einungis við hið hefðbundna kynjakerfi heldur er ætlunin að fylgja þróun sem hefur orðið á síðustu árum á íslenskri tungu og auknum margbreytileika í fornafnanotkun með ókynjaða fornafninu ´hán´. Viðurkenning málsamfélagsins á upplifun kynsegin fólks verður borin saman við viðbrögð á gagnrýni femínista á karllægni tungumálsins auk samanburðar á áköllum þessara tveggja hópa um aukin sýnileika í málinu. Gengið er út frá því að á milli ólíkra kynja sé mismunur. Er hægt að leggja mismuninn að jöfnu við mismuninn sem er á milli menningarhópa? Hvenær skiptir kyn máli í þýðingu? Þarf kyn að skipta máli? Þýðing kynja og þýðing á milli mála eru jafn mikilvægar fyrir framgang mannréttinda ef vilji er til að viðhalda samfélagssáttmálanum því vandamál beggja eru tilkomin vegna mismunar. Hvaða lærdóm má draga af nálgun kynsegin fólks á vandamálinu og hvernig má nýta þann lærdóm? 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is