Kjartan Már Ómarsson: Útdráttur og lykilorð

Ritið 1. hefti, 15. árgangur - 2015

Kjartan Már Ómarsson: Týndi sonurinn. Hugleiðing um líkneski Leifs heppna Eiríkssonar

Í greininni er líkneski Leifs heppna Eiríkssonar skoðað í menningarsögulegu samhengi. Spurt er hvort Leifur eigi rétt á sér sem menningarlegur vísir í íslensku samhengi eða hvort hann sé tóm táknmynd. Færð eru rök fyrir því að þrátt fyrir að umboðsmenn þekkingarinnar á Íslandi á 20. öld hafi tileinkað sér Leif sé það í raun byggt á misskilningi eða uppspuna. Eins eru færð rök fyrir því að Leifsstyttan sé táknræn fyrir innrás bandarískra menningaráhrifa á Íslandi.

Lykilorð: Leifur heppni, Skólavörðuholt, Skipulagsmál, Menningarpólitík, Sjálfsmynd þjóðar, Bandaríkin

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is