Kolbrún Friðriksdóttir

Tölvupóstfang: kolbrunf@hi.is

 

Doktorsnám: Annarsmálsfræði

 

Leiðbeinandi: Birna Arnbjörnsdóttir

 

Heiti doktorsverkefnis: Framvinda og námshegðun í netnámi

 

 

 

Um doktorsverkefnið: 

 

Doktorsverkefnið er á sviði tölvustudds tungumálanáms (CALL) og beinist að virkni og námshegðun í netnámi. Rannsóknin er byggð á vefnámskeiðum í íslensku sem öðru/erlendu máli, Icelandic Online, sem voruð þróuð á vegum Háskóla Íslands og gefin út á árunum 2004 til 2013. Innbyggt vöktunarkerfi (e. tracking system) námskeiðanna hefur fylgt nemendum eftir í um áratug og þannig hafa safnast mikilvæg rannsóknargögn um framvindu og námshegðun í netnámi. Virkni í netnámskeiðum hefur fengið aukna athygli með vaxandi framboði á opnum netnámskeiðum víða um heim, s.s. með MOOC-námskeiðum (Massive Open Online Courses) og verða niðurstöður þessarar rannsóknar framlag í þá umræðu. 

 

Í rannsókninni eru einnig skoðuð áhrif námsumgjarðar á virkni og námshegðun en nemendur á Icelandic Online eru ýmist í blönduðum námskeiðum, fjarnámskeiðum eða í opnum ókeypis námskeiðum. Í rannsókninni gefst einstakt tækifæri til að kanna áhrif mismunandi námsumgjarðar í þrenns konar sambærilegum námskeiðum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að nemar í blönduðum námskeiðum séu líklegri en hinir til að ljúka námskeiðum og verður leitað skýringa á mismunandi námshegðun þessara hópa.  

 

Rannsóknin er þríþætt og grundvallast á blandaðri rannsóknaraðferð. Fyrsti hlutinn byggist á gögnum úr vöktunarkerfi Icelandic Online og er niðurstöðum síðan fylgt eftir með spurningakönnunum þar sem kallað er eftir vitnisburði nemendanna sjálfra. 

 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is