Ljós

Í tilefni af alþjóðlegu ári ljóssins árið 2015 er ljós þema Hugvísindaþings. Sjá má á yfirskriftum málstofa og titlum fyrirlestra að margir hafa leikið sér með þemað, en nokkrar málstofur eru helgaðar ljósinu og að auki einstakir fyrirlestrar í öðrum málstofum. Opnunarfyrirlestur Þorvarðar Árnasonar, Dýrðlegar sýnir - nokkrar birtingarmyndir norðurljósanna í máli og myndum, fjallar um norðurljósin, bæði í vísindum og listum.

 

Málstofur um ljós:

Birtubrigði í bókmenntum og kvikmyndum

 • Michele Broccia, sendikennari í ítölsku: The Darkness, the Light: the Poetry of Philip Larkin
 • Heiða Jóhannsdóttir, aðjunkt í kvikmyndafræði: Spáð í spilin: Um ljós, skugga og spádóma í kvikmyndum
 • Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum og forseti Hugvísindasviðs: Á kafi í snjó. Um lesbirtu í Höllinni eftir Franz Kafka
 • Gísli Magnússon, lektor í dönsku: Tvíhyggja ljóss og myrkurs í Stundenbuch eftir Rainer Maria Rilke

Heimspeki og upplýsing að fornu og nýju

 • Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki: Efinn og upplýsingin
 • Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki: Upplýsingin og hið náttúrulega skilningsljós
 • Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki: Habermas og upplýsingin

Ljós og myrkur í föstum orðasamböndum í íslensku og skyldum málum

 • Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus: Ljósið í myrkrinu
 • Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku: At kaste lys over fraserne
 • Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku: „Wo viel Licht ist, ist auch viel Schatten“

Ljós og myrkur sannleikans í kennilegum bókmenntum

 • Eiríkur Smári Sigurðsson rannsóknastjóri: Sannleikurinn býr í myrkrinu
 • Stefano Rosatti aðjunkt: Ljósið í Gleðileiknum guðdómlega
 • Gottskálk Jensson gestaprófessor: Táknmál ljóss og myrkurs í Þorlákstíðum

Skyggnst inn í ljósvakann: Eterkenningar, bylgjufræði, bókmenntir og andlegir straumar í upphafi 20. aldar

 • Benedikt Hjartarson, dósent í almennri bókmenntafræði og menningarfræði: Með tímann í vasanum: Um tímaflakk, patafýsík, eterfræði og strangvísindalegar bókmenntir             
 • Kjartan Már Ómarsson, stundakennari í kvikmyndafræði: Mabuse: Ljósvakinn í lifandi ljósmyndum Fritz Lang
 • Pétur Pétursson, prófessor í kennimannlegri guðfræði: Haraldur Níelsson, Oliver Lodge og sannanir fyrir tilvist æðri heima

Verði ljós - Vísindasaga ljóssins

 • Leó Kristjánsson, rannsóknaprófessor emeritus í jarðeðlisfræði: Íslenskt silfurberg: lykill að skilningi á eðli ljóss og víxlverkunum þess við efni
 • Huginn Freyr Þorsteinsson, aðjunkt og sérfræðingur í vísindasögu og vísindaheimspeki: Ljósvakinn: Vandræðabarn í sögu vísindanna?
 • Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emerítus í eðlisfræði og vísindasögu: Eðli ljóssins: Eindir eða bylgjur?
 • Þorsteinn Halldórsson, tilraunaeðlisfræðingur hjá iðnfyrirtækjum í München: Ljósið á 20. öld: Frá Einstein til hátækni
 • Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði: Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
 • NN [væntanlegur]: Ljósið og tilkoma lífsins

 

Fyrirlestrar um ljós í öðrum málstofum:

 • Albína Hulda Pálsdóttir, dýrabeinafornleifafræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands: Ljós úr lýsi og tólg – Ljósgjafar í dýrabeinafornleifafræði - Málstofa: Fortíðarljós – Ljós í fornleifum
 • Dawn Elise Mooney, nýdoktor í fornleifafræði við Háskóla Íslands: Heat and Light: Fueling the fires of early IcelandMálstofa: Fortíðarljós – Ljós í fornleifum
 • Hlynur Helgason, lektor í listfræði: „Ljósið kemur langt og mjótt“ — Verufræðileg greining á Staðreynd 4, vídeóinnsetningu eftir Örnu Valsdóttur - Málstofa: Myndlist og heimspeki.
 • Már Jónsson, prófessor í sagnfræði: Kolur, lampar, pönnur, söx. Ljósfæri í bæjarhúsum á 18. öld - Málstofa: Nú þykir mér tíra: Húsa- og mannlýsingar
 

 

 

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is