Ljós og myrkur í föstum orðasamböndum í íslensku og skyldum málum

Laugardagurinn 14. mars kl. 15.00-16.30.

Í málstofunni verður fjallað um ljós og myrkur í föstum orðasamböndum í íslensku, dönsku og þýsku. Rætt verður um myndir þeirra og búning, myndlíkingarnar og notkun þeirra. Í inngangsfyrirlestri verður fjallað um uppruna orðasambandanna í íslensku, en í öðrum erindum verður fjallað um samsvarandi orðasambönd í skyldum málum, þ.e. dönsku og þýsku. 

Fyrirlesarar og titlar erinda:
  • Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus: Ljósið í myrkrinu
  • Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku: At kaste lys over fraserne
  • Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku: „Wo viel Licht ist, ist auch viel Schatten“

Málstofustjóri: Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Árnastofnun 

Útdrættir:

Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus: Ljósið í myrkrinu

Í erindinu verður fjallað um nafnorðin ljós og myrkur sem stofnorð í orðatiltækjum og föstum orðasamböndum. Leitast verður við að gera grein fyrir merkingu orðanna (grunnmerkingu og afleiddri merkingu) í sögulegu ljósi. Sérstök áhersla er lögð á að rekja uppruna einstakra orðatiltækja eins og kostur er og jafnframt verður þess freistað að gera grein fyrir og skýra merkingarbreytingar sem orðið hafa.

Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku: At kaste lys over fraserne

Í erindinu verður fjallað um ljós og myrkur í föstum orðasamböndum í dönsku og þau skoðuð í samanburði við íslensku. Leitast verður við að gera grein fyrir því sem er líkt og ólíkt með samböndunum að teknu tilliti til myndmáls, merkingar og notkunar.

Oddný G. Sverrisdóttir, prófessor í þýsku: „Wo viel Licht ist, ist auch viel Schatten“

Brugðið verður birtu á ljós og ljósleysi í þýskum orðum, orðtökum og málsháttum, litið til uppruna þeirra og notkunar og dreginn upp samanburður við íslensku.  

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is