Magnús Sigurðsson

Tölvupóstfang: mas8@hi.is

 

Doktorsnám: Almenn bókmenntafræði

 

Leiðbeinandi: Ástráður Eysteinsson

 

Heiti doktorsverkefnis: Emily Dickinson í íslenskum bókmenntaheimi

 

 

 

Um doktorsverkefnið: 

 

Fyrirliggjandi doktorsverkefni fjallar um bandaríska ljóðskáldið Emily Dickinson, með sérstakri áherslu á túlkun og viðtökur ljóða hennar. Sú rannsókn tekur til fræðilegra og skáldskaparlegra viðbragða við ljóðunum, annars vegar í samhengi bandarískra bókmennta og hins enska málheims og hins vegar á norrænum og sérstaklega íslenskum vettvangi. Fjallað verður um stöðu Dickinson andspænis íslenskri kveðskaparhefð og nútímaljóðlist og um þann vanda og þau úrlausnarefni og valkosti sem íslenskur þýðandi hennar stendur frammi fyrir. Ein meginforsenda ritgerðarinnar er að verkefni bókmenntaþýðenda skarist í senn við frumsaminn skáldskap og við túlkunarstarf gagnrýnenda og fræðimanna, en þýðingar myndi þó jafnframt sérstaka og að ýmsu leyti sjálfstæða gerð orðræðu. Ritgerðin byggir því að hluta til á því að leiða saman bókmenntafræði og bókmenntaiðju og hún er jafnframt þverfræðileg í sampili viðtökurannsókna, bókmenntafræðilegrar greiningar og þýðingafræða, með áherslu á fræðilega umfjöllun um ljóðaþýðingar.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is