Magnús Þór Þorbergsson

 

Tölvupóstfang: mth52@hi.is

 

Doktorsnám: Almenn bókmenntafræði

 

Leiðbeinandi: Benedikt Hjartarson

 

Heiti doktorsverkefnis: A Stage for the Nation: Nation, Class, Identity and the Shaping of a Theatrical Field in Iceland 1850-1930

 

Um doktorsverkefnið: 

 

Ritgerðin er rannsókn á tengslum leiklistar og leiklistarstarfsemi við sviðsetningu á sjálfsmynd þjóðar og mótun leiklistarvettvangs á Íslandi 1850-1930. Spurt er hvernig skoða megi leikhús sem vettvang fyrir mótun og sviðsetningu sjálfsmyndar þjóðar á síðari hluta nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu, hvernig sviðsetning þjóðarinnar í leikhúsinu endurpeglar og tekst á við samfélagslegt umrót tímabilsins og hvernig breytingar á verkefnavali og starfsemi Leikfélags Reykjavíkur, eru til marks um breytingar á sjálfsmynd þjóðar og samfélagsgerð. Til að svara þessum spurningum beinir ritgerðin sjónum að upphafi og þróun leiklistarvettvangs á Íslandi frá fyrstu opinberu leiksýningunum um miðja nítjándu öld til 1930, þegar bygging væntanlegs þjóðleikhúss stöðvast. Með hliðsjón af kenningum Pierre Bourdieu um menningarvettvang og leiklistarfræðingsins Loren Kruger um sviðsett þjóðerni (e. theatrical nationhood) beinir rannsóknin sjónum að opinberri umræðu um leiklist auk þess að skoða athafnir og aðgerðir einstakra leikenda innan leiklistarvettvangsins eins og þær birtast t.d. í einstökum leikritum og leiksýningum tímabilsins, sem og verkefnavali einstakra leikhópa, og tengsl þeirra við breytingar í sjálfsmynd þjóðar, stéttamyndun og samfélagsgerð.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is