Málstofur verða haldnar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 11. mars frá 13.15-17.15 og laugardaginn 12. mars frá 10.00 til 16.30. Léttar veitingar verða í boði að þingi loknu.
Ef óskað er eftir táknmálstúlkun þarf að hafa samband við Rannveigu Sverrisdóttur, rannsve@hi.is, eigi síðar en 7. mars.
Samhliða þinginu halda samtök norrænna leiklistarfræðinga (Association of Nordic Theatre Scholars) og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands ráðstefnuna Theatre and the Popular. Ráðstefnan hefst kl. 10 föstudaginn 11. mars og lýkur sunnudaginn 13. mars kl. 16.30. Sjá nánar hér og https://theatreandthepopular.wordpress.com/
Dagskráryfirlit 11. og 12. mars
Listi yfir málstofur:
- Að gefa nafn: Ný örnefni á 20. og 21. öld
- Að lifa af andlega: Orðræður um loftslagsbreytingar
- Andspænis dauðanum
- Atbeini Íslendinga í Kaupmannahöfn á 19. öld
- Á milli landa
- Á traustum grunni óræðninnar
- Bókmenntir, læknisfræði, samlíðan
- Endurritanir
- Erlend tungumál: Tileinkun og kennsla
- Fátækt á Íslandi á 19. öld og fram á þá 20.
- Framtíð íslenskunnar: Kenningar og mælikvarðar
- Fötlun, menning og samfélag
- Gamlir textar og ný tól
- Gargandi snilld: Dægurmenning sem iðkun, mótun og miðlun
- Hálf-karlar eða fullgildir einstaklingar? Staða kvenna í kjölfar kosningaréttar
- Heimildir í skjalasöfnum
- Heimsmyndafræði, náttúruspeki og táknheimur vestrænnar dulspeki
- Hinsegin saga og sagnaritun á Íslandi
- Hugsað með Aristótelesi
- Í leit að betra lífi: Orðræða í samfélagi og bókmenntum
- Íslenskunám utan kennslustofunnar
- Jesajaritið í sögu og samtíð
- Landnámið í skarpari upplausn
- Lífssögur, atburðir og ævintýri: Þrenn grein helgisagna á Íslandi
- Margt smátt ...: Rannsóknir á jöðrum smásögunnar
- Mál í þróun
- Málbreytingar: Kerfisvæðing, endurtúlkun, endurnýting og fleira skemmtilegt
- Mállýskur og ást
- Menntun og skemmtun: Sagnadansar, rímur og ævintýri
- Njálustofa: Konur, kyn og karlmennska
- Náttúra og trú — Umhverfisguðfræði og forsendur hennar
- Nítjánda öldin og stafrænn nútími
- Sjónarhorn á samtímalist
- Tökuorð og þýðingar úr spænsku og frönsku
- Valdarán að fornu og nýju
- Víðáttur og (villi)dýr
- Vísindabyltingar
- Ættartölur og aðrar tölur