Menningarumræða í rústum: Birtingarmyndir hrunsins í íslenskum samtíma

Laugardagur 6. mars kl. 10.30-12 og 13-14.30 Stofa 220

Í málstofunni verður tekið á viðfangsefnum er snerta menningar- og þjóðfélagsgagnrýni, fagurfræði, fjölmiðla, hugmyndafræði, þjóðarímynd og orðræðuhefðir í íslenskum samtíma. Áhersla verður lögð á hrunið og þær breytingar sem kunna að hafa orðið á hugmyndinni um íslenska menningu. Viðfangsefnið verður kannað frá ólíkum sjónarhornum og leitast við að varpa ljósi á íslenska menningarumræðu samtímans með hliðsjón af alþjóðlegu og sögulegu samhengi.

•         Benedikt Hjartarson: Fagurfræði hrunsins: Hugleiðingar um íslenska og evrópska menningarbölhyggju

•         Kristín Loftsdóttir: Þegar kallið kemur: Þjóðarímynd í útrás og kreppu •            Soffía Auður Birgisdóttir: Menningarhrunið

Hádegishlé •         Auður Aðalsteinsdóttir: Ritdómar í efnahagskreppu •  Þröstur Helgason: Er einhver á línunni? •    Jón Ólafsson: Lifi byltingin!

Fundarstjórar og skipuleggjendur: Ásdís Sigmundsdóttir og Auður Aðalsteinsdóttir, doktorsnemar

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is