Myndlist og heimspeki

Föstudagurinn 13. mars kl. 15.00-17.00.

Í málstofunni, sem er þverfagleg á sviði heimspeki og listfræði, er unnið með tengsl heimspeki og myndlistar. Erindin byggja á mismunandi heimspekilegri afstöðu og taka á fjölbreytilegan hátt á því hvernig heimspekileg skoðun getur leitt til nýrrar hugsunar á forsendum, aðferðum og grundvelli listarinnar. Meðal þess sem tekið verður til skoðunar er hvernig mismunandi afstaða til verufræðilegra og túlkunarfræðilegra forsendna hefur áhrif á upplifun og skilning okkar á listaverkum í reynd. Einnig verður fjallað um samspil lífsgilda og  myndlistar – sérstaklega hvernig myndlist getur mótað lífsgildi okkar og siðferði.

Fyrirlesarar og titlar erinda:
  • Mikael M. Karlsson, prófessor emeritus í heimspeki: Myndlist og lífsgildi
  • Anna Malecka, gistiprófessor í heimspeki frá AGH University of Science and Technology í Kraká: The Act of Concretisation of the Work of Art (Painting) in the Aesthetic Experience: Roman Ingarden's Theory
  • Hlynur Helgason, lektor í listfræði: „Ljósið kemur langt og mjótt“ — Verufræðileg greining á Staðreynd 4, vídeóinnsetningu eftir Örnu Valsdóttur
  • Jón Proppé, sjálfstætt starfandi listfræðingur og heimspekingur: Paralipsis í verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar: Tilraun til greiningar á rhetorík nútímamálverksins

Málstofustjóri: Gunnar Harðarson prófessor

Útdrættir:

Mikael M. Karlsson, prófessor emeritus í heimspeki: Myndlist og lífsgildi

Siðferðileg áhrif listanna, og hvernig listir geta mótað lífsgildi okkar, er eitt af sígildum viðfangsefnum listspekinnar. Í þessu erindi er reynt að svara þessari spurningu með sérstöku tilliti til myndlistar. sérstaklega hvað myndlist varðar. Áhrif myndlistar eru borin saman við áhrif skáldskaparlistar og því haldið fram að áhrif myndlistar séu að mörgu leyti háð því hvernig við skoðum og upplifum boðskap myndlistarinnar – sem er öðruvísi en hvernig við lesum og greinum boðskap texta. Lykillinn að gildismótandi hlutverki myndlistar felst í krafti hennar til að beina athygli okkar að einhverju sem hún sýnir eða myndar og að knýja okkur til að taka afstöðu til þess (að fella gildisdóm um það) sem athygli okkar hafi verið beint að. Nokkrar myndir eru teknar sem dæmi til skýringar.

Anna Malecka, gistiprófessor í heimspeki frá AGH University of Science and Technology í Kraká: The Act of Concretisation of the Work of Art (Painting) in the Aesthetic Experience: Roman Ingarden's Theory

The paper presents Roman Ingarden’s phenomenological concept of the work of art as a multilayer intentional object, containing the so called “areas of indeterminacy” which are to be concretised in the observer’s aesthetic experience. The Polish phenomenologist’s theory is discussed in connection with the example of painting, in which the following layers can be distinguished (depending on the type of painting):

  1. The layer of visual appearances (such as colourful spots, patterns, shapes, etc.), present in all types of painting)
  2. The layer of objects rendered by means of appearances (in figurative painting)
  3. The layer of so called “literary motif” (a situation presented in the work as a phase of an implicated process leading beyond the painting itself; absent in still life)
  4. The layer of historical motif – the artistically reconstructed past life situation
  5. The layer of metaphysical qualities (the essential layer in any true work of art, conveying ultimate meaning)

All works of art are schematic creations, i.e. they contain indefinite elements that are to be completed by the competent observer who constitutes an intentional aesthetic object—one that should be faithful to the creation itself and reveal aesthetic values.

Hlynur Helgason, lektor í listfræði: „Ljósið kemur langt og mjótt“ — Verufræðileg greining á Staðreynd 4, vídeóinnsetningu eftir Örnu Valsdóttur

Umfjöllunarefnið er listaverkið Staðreynd 4 eftir Örnu Valsdóttir, vídeóinnsetning sem hún vann annarsvegar í bæjargöngunum í Laufási í Eyjafirði og hinsvegar í sýningarrými í Flóru í Listagilinu á Akureyri, þar sem verkið var upphaflega sýnt. Í verkinu gengur hún fram til áhorfenda og til baka inn í rýmið sönglandi fyrir munni sér lagið Ljósið kemur langt og mjótt. Í fyrirlestrinum eru þau ólíku rými sem verkið birtir skoðuð út frá áhrifum sínum og afstöðu til áhorfenda. Sjónræn birting verksins tengir áhorfendur á mismunandi hátt við sviðssetninguna, nokkuð sem gerir það að verkum að rýmisskynjun þeirra breytist reglulega á meðan á verkinu stendur. Hljóðmyndin skapar vissan samhljóm á milli þeirra ólíku rýma sem birtast í myndinni og tengir þau. Þar á sér stað viss »helgun« á rými listakonunnar sem áhugavert er að túlka á forsendum verufræði og sem grundvöll fagurfræði. Í verkinu birtast aðskilin svið tilvistar sem í samspili verka á áhorfendur og vekja upp spurningar um mörk og eðli þess umhverfis sem þeir sjálfir eru staddir í. 

Jón Proppé, sjálfstætt starfandi listfræðingur og heimspekingur: Paralipsis í verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar: Tilraun til greiningar á rhetorík nútímamálverksins

Myndlistarmenn eru að mörgu leyti komnir langt fram úr gagnrýnendum og greinendum. Í umfjöllun um samtímalist vísum við heimspekingar enn oft í upphaf framúrstenfunnar fyrir hundrað árum og þurfum að grípa til frumspeki til að opna lesendum leið að verkunum. Þannig sést okkur og lesendum stundum yfir það að listamenn samtímans eru yfirleitt mjög agaðir í vinnubrögðum og hafa þróað með sér agaða hugsun sem okkur ber að skilja og greina með sama huga. Nokkur grunnur var lagður að slíkri greiningu á myndum eða „image“ á sjöunda áratugnum með ritum Roland Barthes, Groupe µ, o.fl. en mikið vantar upp á að slík greining nái uppí myndlist samtímans. Í greiningu minni á nokkrum verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar ætla mér ekki þá dul að leysa vandann en reyni að teikna upp sýn á vinnuna sem framundan er.

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is