Náms- og rannsóknaráætlun

Vönduð náms- og rannsóknaráætlun er nauðsynlegur hluti góðrar umsóknar um doktorsnám. Umsækjandi skal vinna hana í samstarfi við fyrirhugaðan leiðbeinanda.

Náms- og rannsóknaráætlunin er í fjórum hlutum:

  1. Í fyrsta hluta er rannsóknaráætlun upp á 5 blaðsíður að hámarki (Times New Roman eða svipað, 12 punkta letur, 1,15 línubil, vinsamlegast notið þar til gert eyðublað). Þar skal gera grein fyrir markmiðum fyrirhugaðrar doktorsrannsóknar og rannsóknarspurningum, stöðu þekkingar á sviði rannsóknarinnar og að lokum faglegum forsendum nemandans til að vinna verkefnið (heimildaskrá er ekki inni í þessum hluta).
  2. Í öðrum hluta skal gera grein fyrir áætlun um skipulag náms (1–2 blaðsíður).
  3. Í þriðja hluta skal gera grein fyrir hvernig umsækjandi hyggst fjármagna nám sitt; sjálfur, með lánum eða styrkjum. Ef með styrkjum skal umsækjandi tilgreina til hvaða sjóða verður leitað (hámark 1 bls.).
  4. Heimildaskrá (hámark 5 bls.).

Mikilvægt er að skrifa umsókn af nákvæmni og á skýru máli. Umsóknin þarf að vera raunsæ en á sama tíma sýna mikinn  metnað, þekkingu og áhuga umsækjanda á viðfangsefninu.

Hér að neðan er eyðublað fyrir náms- og rannsóknaráætlun.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is