Námsáætlun

Við upphaf náms skulu doktorsnemi og leiðbeinandi ganga frá skriflegri námsáætlun (að hámarki 1500 orð) þar sem fram kemur með hvaða hætti nemandi hyggst skipuleggja doktorsnámið frá einu misseri til annars. Ef nemandi er í 240 eininga námi þarf að koma fram í þessari áætlun með hvaða hætti nemandi hyggst ljúka almennum hluta náms síns (60 einingum). Doktorsnámsnefnd og Miðstöð framhaldsnáms skal send námsáætlun til samþykktar. Umtalsverðar breytingar á námsáætlun síðar í doktorsnáminu eru háðar samþykki framangreindra aðila. Umtalsverð breyting er til dæmis þegar algerlega er skipt um rannsóknarefni eða leiðbeinenda, breytingar eru gerðar á doktorsnefnd, breyting verður á samstarfsaðilum eða annað sem getur haft veruleg áhrif á rannsóknina eða hæfi leiðbeinanda til að leiðbeina doktorsnema.

Sjá nánar í 7. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.

 

Sjá nánar um námsáætlun á heimasíðu Miðstöðvar framhaldsnáms
(midstodframhaldsnams.hi.is/namsaaetlun).

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is